Hlín - 01.01.1931, Síða 68
66 ■ " ttlln
skifta. Enda eiga þeir við minna atvinnuleysi að stríða
en nágrannarnir og hagur þeirra er allur betri.
Allar hinar stærri þjóðir hafa á seinni árum stofn-
að hjá sjer allsherjarfjelög í því skyni að hlynna að
innlendri framleiðslú. Fjelag frænda okkar Norð-
manna þekki jeg af eigin reynslu, og langar mig til að
skýra frá starfi þess með nokkrum orðum. Fjelagið
heitir »Norsk arbeide« og er 10 ára gamalt. Það nær
yfir land alt, standa að því hinir bestu menn Noregs,
karlar og konur. f stjórn fjelagsins eiga sæti fulltrúar
frá öllum atvinnuvegum landsins til tryggingar því,
að engin rjettindi verði fyrir borð borin.
Dagblöðin hafa frá öndverðu verið hinir bestu liðs-
menn í þessari baráttu. Þau láta menn aldrei í friði
fyrir áskorunum og auglýsingum um að nota innlenda
vöru. Mjer er í minni, hve fast þau skoruðu á almenn-
ing fyrir jólin um að kaupa norskcur jólagjafir. Barna-
leikföngin voru tekin fyrir í sjerstökum bálki.
Kaupmenn tóku í fyrstu mjög dauflega í málið, af
því að þeir vilja jafnan, sem eðlilegt er, gera viðskifta-
vinum sínum sem best til hæfis, en heiðraður almenn-
ingur tók aðkeyptu vöruna fram yfir eins og hjer. En
ekki leið á löngu, áður árangur fór að sjást af starfi
bardagamannanna. Almenningur fór að spyrjast fyrir
um norskar vörur, og þá sneru kaupmenn fljótt við
blaðinu. Þeir eru hljóðnæmir fyrir hvað kaupendur
vilja. Síðan »fólkið« fór að verða »spent« fyrir inn-
lendum vörum, hafa kaupmenn reynst hinir áköfustu
og öruggustu fylgismenn stefnunnar. Einstöku kaup-
menn voni það náttúrlega þegar frá upphafi. Búðirnar
eru fullar af auglýsingum um norskar vörur og marg-
ir kaupmenn hafa undirgengist það heit að bjóða ætíð
norsku vörurnar fyrst.
Dagblöðin og kaupmennirnir hafa eflaust átt mest-
an þátt í, að málinu hefur skilað svo vel áfram, sem