Hlín - 01.01.1931, Side 78
76
Hlín
fátt betur fallið til að glæða og göfga tilfinninga- og
hugsjónalíf ungra kvenna en bókmentir, einkum ljóð.
Er og víst, að veglegra hlutverk bíður ekki nemenda
kvennaskólanna en móðurstarfið. En einn þáttur þess,
og ekki sá ómerkasti, er að kenna börnunum móður-
málið og innræta þeim virðingu og ást á tign þess og
fegurð. Ætlast er til, að lestur á kvöldvökum fyrir
nemendur og heimafólk á skólaheimilinu, geti orðið
einn liður í bókmentaþekkingu nemendanna og glæði
smekk þeirra og þekkingarþrá.
Reikningskenslan sje miðuð við þarfir húsmæðra,
og verður því fyrst og fremst að æfa nemendur svo í
meðferð heilla talna og brota í »einskonar- og margs-
konar«-tölum, að þeir verði leiknir í því. Húsmæður
munu, að öllum jafnaði, ekki þurfa á meiri eða flókn-
ari reikningi að halda. En þetta þurfa þær að kunna
vel. Og væri stefnt að því marki í almennri reiknings-
kenslu, í stað þess að altaf er leitast við að komast
sem »lengst«, mundu stúlkur, að minsta kosti, hafa
reikningsins meiri not í daglegu lifi en raun er á al-
ment.
Bókfærsla ætlumst við til að kend verði í eldri deild.
Er efni í hana sjálf-fengið í daglegum störfum nem-
endanna.
Almenn efnafræði verður kend fyrri veturinn. Er
hún nauðsynleg sem undirstaða matarfræði, er sje
kend seinni veturinn. Við vildum heldur nota orðið
»matarfræði« en »matarefnafræði«, því það er yfir-
gripsmeira og nær yfir alla fræði, er að mat lýtur, og
kenna þarf í sambandi við matargerð.
Hvergi er kensla í heilsufræði sjálfsagðari en á hús-
mæðraskólum, þar sem aðalnámið, er þeim er ætlað að
veita, matreiðsla og húsmóðurstörf, þarf að miklu
leyti að byggjást á fyrirmælum heilsufræðinnar. Er á
þessum skólum ágætt tækifæri til að gera þessa náms-