Hlín - 01.01.1931, Side 88
86
Hlln
Fjórðungsþingin kjósa fulltrúa, einn eða fleiri, eftir
föstum reglum, til að sækja Landsþingin. Á Landsþing-
unum eru svo mál fjórðunganna eða hjeraðanna rædd,
og þau send rjetta boðleið til Alþingis, ef þurfa þykir.
Búnaðarfjélag íslands og Fiskifjelag íslands hafa mjög
ríflegan styrk úr ríkissjóði: B. í. 250.000, en Fiskifje-
lagið 90.000, enda hafa þau marga menn í þjónustu
sinni.
Við viljum láta okkar stóra Kvenfjelagasamband
verða hliðstætt þessum fjelagasamböndum.'
Kvenfjelagasamband íslands var fyrsti minnisvarð-
inn, sem reistur var á árinu 1980. Það mun á ókomnum
árum vinna að þjóðþrifum og að heill lands og lýðs, því
að það er vitað, að undirstaða þjóðfjelagsins er vagga
barnanna.
»Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi«, segir í göml-
um fræðum, svo er enn í dag. En svo best geta heimilin
verið landsstólpar, að þau séu byggð á traustum grund-
velli trúar, siðgæðis og þekkingar. Við viljum hlynna
að hýbýlaprýði og heimilisþrifnaði. Við viljum vinna
að bættum húsakynnum og skipulagi húsa, endurreisn
heimilisiðnaðar til klæðnaðar og prýðis. Við viljum
efla garðrækt og hagkvæma matargerð. yið viljum
vinna að öllum þeim málum, sem mega verða íslensku
þjóðinni til þrifnaðar og blessunar. Til þess að konur
geti tekið lifandi þátt í þessum málum, hafa kvenfje-
löginstofnað landssamband með sjer: Kvenfjelagasam-
band íslands.
En hvernig má nú K. f. koma þessum málum í fram-
kvæmd?
Við viljum fá ríflegan styrk frá Alþingi. Við höfum
nú þegar samþykt tillögur, sem fara fram á aukna
kenslu í handavinnu og matreiðslu í barnaskólum kaup-
staðanna og þar sem eru fasta-skólar fyrir bama-