Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 37
reynsla í vettvangsnámi, reynslubanki annarra, undirbúingur fyrir vettvangsnám,
samskipti við aðra kennaranema, persónulegar pælingar, sjálfvalin verkefni.
Til að dýpka skilning á því hvað helst hafði áhrif á viðhorf nemanna til eigin hæfni
var stuðst við frásagnir nemanna sjö af námsferlinu. Þeir skrifuðu sjálfir frásagnir sín-
ar og voru þær 10–15 blaðsíður á lengd. Gögnin voru marglesin og kóðuð þar sem
leitað var svara við spurningunum: Hvað var það sem helst breyttist? Hvað virðist
hafa leitt til breytinganna?
NIÐURSTÖÐUR
Hversu vel hefur kennaranámið stutt við ólíkar hliðar starfshæfninnar?
Nemarnir voru á þriðja námsári þegar þeir svöruðu spurningum sem tengdust hug-
tökunum fjórum: að gera, að þekkja/vita, að vera og að ígrunda. Í töflu 1 er yfirlit yfir
spurningarnar og dreifingu svara:
Tafla 1 – Stuðningur við afmarkaðar hliðar starfshæfninnar
Hversu vel hefur kennaranámið Hve mörg prósent Hver hefði áherslan
stutt við: gefa einkunnina átt að vera?
ekki vel mjög vel Hve mörg prósent svara
1 2 3 minni álíka meiri
að gera
Þjálfun og æfingu þína í að kenna 7 50 43 0 60 40
að þekkja / vita
a) Þekkingu á uppeldi og menntun barna, 7 47 46 0 58 42
t.d. sálar- og uppeldisfræði
b) Þekkingu sem tengist námsgreinum 22 60 18 2 33 65
sem kenndar eru í skóla
c) Hagnýta þekkingu í aðferðum sem 49 49 3 0 14 85
nota má til að ná árangri á afmörkuðum
sviðum kennslu, t.d. í að halda aga,
skipuleggja kennslu
að vera
a) persónulegt öryggi og styrk til að 8 54 38 0 62 37
takast á við viðfangsefni
kennaranámsins
b) virkni þína og sjálfstæði í eigin námi 7 50 43 0 76 23
c) samskipti og samvinnu við annað fólk 3 27 71 6 80 13
að ígrunda
a) sjálfskoðun og pælingar um þig 12 53 35 0 67 33
í starfinu
b) um starfið, um uppeldi og kennslu- 9 48 44 2 69 27
aðferðir og rannsóknir
R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R
37