Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 135
mínu mati er þetta ekki tæknilegur talnaleikur heldur segir hann áhugaverða sögu
um eðli og einkenni útþenslu háskólastigsins. Ég tel gögnin sýna að vöxturinn sé
reglulegur og fjölgunin undanfarna áratugi eigi ekki að koma á óvart.2
Ég miða við árið 1970 vegna þess að oft er því haldið fram að á árunum í kringum
1970 hafi eitthvað gerst í þróun háskólastigsins á Íslandi sem hafi í eðli sínu verið frá-
brugðið því sem áður var. Þá hafi hafist nýtt skeið í háskólamálum á Íslandi. Þetta má
rökstyðja með ýmsu móti, en þau gögn sem hér eru sýnd og vísa í umfang starfsins
á mjög grófum mælikvarða renna alls ekki stoðum undir þá skoðun.3 Þvert á móti
benda þau til þess að umfang háskólastarfsins hafi vaxið á sama hraða eftir 1970 og
það gerði næstu 60 ár á undan og í þeim þrönga skilningi hafi ekkert breyst. Það voru
ýmsar hræringar á þessum tíma, en þær voru líka bæði fyrr og síðar.
Spáin gildir þó ekki í öllum smáatriðum. Það kemur hlykkur á línuna upp úr 1990,
þannig að vöxturinn hættir í næstum hálfan áratug, en tekur svo upp sitt fyrra form.
Þetta tímabil er ekki langvarandi, en má að hluta til skýra með því að það verður
nokkuð snögg breyting á sókn nemenda í nám erlendis. Samkvæmt gögnum frá LÍN
(en lánasjóðurinn hafði að vísu ekki gögn um alla stúdenta erlendis) voru allt upp í
40% íslenskra háskólanemenda sem stunduðu fullt nám erlendis. Nú er þessi tala
komin niður í nálægt 15%. Mynd 2 sýnir að það verður talsverð breyting á sókn nem-
enda í nám erlendis í upphafi tíunda áratugarins og skýrir það hluta þeirrar upp-
sveiflu sem hefur orðið hér á landi síðan þá. Samkvæmt þessum gögnum verður tals-
verð fækkun íslenskra stúdenta erlendis upp úr 1990 og skýrir hún að hluta hlykkinn
á línunni á mynd 1. Ef við horfum aðeins á sókn nemenda í íslenska háskóla, einmitt
þau árin, voru engar eftirtektarverðar breytingar í þeim hópi.
Mynd 2 – Fjöldi nemenda í háskólum á Íslandi 1977–2004
J Ó N T O R F I J Ó N A S S O N
135
2 Ég hef ekki sett inn spá sem gerir ráð fyrir mettun aðsóknar, það er að segja spá sem gerir ráð fyrir
því að það séu einhver efri mörk. Þótt það sé hið kórrétta á það ekki endilega heima hér.
3 Hér er notaður eins grófur mælikvarði og hugsast getur og hann er vitaskuld ófullkominn. Hann
mælir aðeins yfirborðið og snertir ekki starfsemina beint. Hann tekur heldur ekki á aldurskipt-
ingu, skiptingu á milli kynja, sveiflum á milli greina, né vexti í grunnnámi samanborið við vöxt í
framhaldsnámi.