Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 40

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 40
40 rannsókn ekki heldur en niðurstöður hennar ættu eigi að síður að auka þekkingu og dýpka skilning á samstarfi heimila og skóla. Til að styrkja trúverðugleika niðurstaðna rannsóknarinnar var leitast við að uppfylla eftirfarandi viðmið um túlkunarréttmæti (e. interpretive validity) (Gall o.fl., 1996) en þau eru m.a.: • Með margprófun (e. triangulation) voru farnar ólíkar leiðir til gagnaöflunar til að auka réttmæti og áreiðanleika rannsóknarinnar. Gögnum var safnað frá mörgum stöðum með mismunandi aðferðum. • Yfirlestur þátttakenda (e. member checking): Til að tryggja að rétt væri farið með upplýsingar um upplifun og sjónarmið þátttakenda í rannsókninni, sem viðtal var tekið við, var þeim öllum boðið að lesa viðtölin yfir og lesa rannsóknarkafla og niðurstöður meistaraprófsritgerðar minnar og koma at- hugasemdum á framfæri. • Þegar mynstrið passaði saman (e. pattern matching): Leitað var eftir því hvort spá um jákvæð áhrif samstarfsáætlunarinnar á samstarf skóla og fjölskyldna kæmi fram í niðurstöðum rannsóknarinnar. Réttmæti niðurstaðna styrktist þegar þær héldust í hendur við spá sem fyrirfram var gefin um áhrif sam- starfsáætlunarinnar á þátttöku foreldra í námi barna sinna og öðru starfi skólans. • Langtímaathugun (e. long-term observaion): Þar sem rannsóknin náði yfir tvö skólaár var hægt að safna upplýsingum yfir langt tímabil og endurtaka at- huganir á ákveðnum fyrirbærum sem juku líkurnar á réttmæti niðurstaðna (Gall o.fl., 1996). Siðferðileg álitamál Allan rannsóknartímann var það ljóst að Oddeyrarskóli tók þátt í þróunarverkefninu. Ég reyndi hvað ég gat til að vernda einstaka þátttakendur í rannsókninni og til að halda trúnað við þá eru þátttakendur auðkenndir sem kennari, foreldri, skólastjórn- andi eða viðmælandi í greininni. Bekkir eru oftast tilgreindir á yngsta-, mið- og efsta stigi. Ég var virkur þátttakandi í þróunarstarfi skólans allan tímann en ekki hlutlaus áhorfandi. Tengsl mín við Oddeyrarskóla voru mikil þar sem ég hafði unnið um nokk- urt skeið sem ráðgjafi með kennurum. Löng reynsla mín sem foreldris af samstarfi heimilis og skóla var bæði veikleiki og styrkur. Slík reynsla getur vissulega veikt rannsóknina ef eigin viðhorf og skoð- anir hindra rannsakandann í að skynja með opnum huga það sem fram fer. Á hinn bóginn er það ótvíræður styrkur að þekkja rannsóknarefnið af eigin raun – og það er í raun ein af forsendum starfendarannsókna. Eisner (1998) telur að þekking rann- sakanda á viðfangsefni rannsóknarinnar auki á áreiðanleika hennar. Trúverðugleiki rannsakandans vegur þungt, en eins og Gretar L. Marinósson (2004) segir er erfitt „… að aðgreina rannsakandann frá hinu rannsakaða því að rannsakandinn er aðalrann- sóknartækið“ (bls. 35). Hann segir hættu á hagsmunaárekstrum þegar rannsakandinn „FANNST ÉG GETA SAGT ÞAÐ SEM MÉR LÁ Á H JARTA …“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.