Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 98

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 98
98 Vegna ólíkrar stöðu þeirra sem marka stefnu í skólastarfi og hinna sem vinna á vettvangi skólanna er hætta á að sjónarmið yfirvalda annars vegar og kennara hins vegar séu á skjön. Hættan er í raun af tvennum toga. Annars vegar sú að þau gildi sem yfirvöld leggja til grundvallar skólastarfi fái ekki hljómgrunn meðal þeirra sem vinna á vettvangi skólans og hins vegar að jafnvel þótt gildin fái hljómgrunn á vettvangi, þá meini kringumstæður þar kennurum að hafa þau að leiðarljósi í starfi sínu. Spurningin um grunngildi skólastarfs horfir svo enn öðruvísi við frá sjónarhóli nemenda. Staða nemenda er að því leyti lík stöðu kennara að þeir eru á vettvangi skólans, en hún er ólík þar sem gildismat þeirra og viðhorf eru beinlínis viðfangsefni skólastarfsins. Í nýlegri grein Arthurs Morthens, Kristjáns K. Stefánssonar og Svan- borgar R. Jónsdóttur, „Viðheldur aðalnámskrá grunnskóla félagslegum mismun?“, er því lýst hvaða mynd Aðalnámskrá grunnskóla dregur upp af nemanda í grunnskóla: Sú mynd sem dregin er upp af nemandanum í aðalnámskrá er af fullkomnum afburða nemanda sem hefur góðan þroska á flestum sviðum og hefur góða félagsfærni. Hann leggur rækt við menningu og listir og er góður í umgengni, kurteis og leggur rækt við góðar og hollar lífsvenjur. Þetta er nemandi sem stundar nám sitt af kostgæfni með framhalds skólamenntun að markmiði (Arthur Morthens, Kristján Ketill Stefánsson og Svanborg R. Jónsdóttir, 2007, bls. 10). Það er raunar sláandi að í Aðalnámskrá grunnskóla er dregin upp mynd af nemendum sem virðist einungis eiga við örlítið brot allra bestu nemendanna (þar sem mælikvarð- inn á góðan nemanda er gefinn með markmiðum námskrárinnar). Þessi skekkta sýn á nemendur er líkleg til að leiða til togstreitu á milli nemenda og skólakerfisins. Vand- inn er í hnotskurn sá að annars vegar setja nemendur sér margvísleg markmið og hins vegar setur aðalnámskráin þeim margvísleg markmið, og það er ekkert sem tryggir að þessi tvenns konar markmiðasetning sé yfirleitt samrýmanleg. Og því óraunhæf- ari sem sýn námskrárinnar á nemendur er, þeim mun ólíklegra er að þau markmið sem hún setur skólastarfi samrýmist þeim markmiðum sem nemendur setja sér.1 Þetta leiðir til þess að þau gildi sem skólastarfinu eru sett verða nemendum oft framandi. Þessi ólíka markmiðasetning stafar að hluta til af því að fræðsluyfirvöld setja mark- mið sem horfa til þess hvað nemendur eiga að verða á meðan markmið nemenda sjálfra velta óhjákvæmi lega fyrst og fremst á því hvernig þeir eru. Það er svo verk kennarans að tengja þetta tvennt saman. Hvaðan koma grunngildin? Ef við nálgumst spurninguna um grunngildin í skólastarfi með þessum hætti, þá verð- um við að gefa upp á bátinn alla von um að finna einhlítt svar. Frá sjónarhorni fræðslu- yfirvalda eru grunngildin ein, frá sjónarhorni kennara önnur og frá sjónarhorni nem- V IÐHORF 1 Hvað það þýðir að markmið námskrár og markmið nemenda séu samrýmanleg er ekki augljóst. Einföld hugmynd um samrýmanleika er að markmiðin séu þau sömu, þ.e. að ef markmiðin eru samrýmanleg hafi nemendur sett sér sömu markmið og námskráin. Sú hugmynd er hins vegar allt of þröng og horfir fram hjá hlutverki markmiða í leik og starfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.