Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 109
109 HANNA RAGNARSDÓTTIR Grunngildi skólastarfs í fjölmenningar- samfélagi Samfélög víða um heim þróast nú í auknum mæli í átt til fjölmenningarlegra samfélaga og engin merki eru um að sú þróun muni ganga til baka á næstu árum eða áratugum (Mor Barak, 2005). Íslenskt samfélag hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Í grein þessari velti ég fyrir mér hvaða þýðingu þessi þróun hefur fyrir skólastarf og hvort endurskoða þurfi grunngildi skólastarfs á Íslandi með hliðsjón af breyttum veruleika. Í því sambandi vísa ég til nokkurra fræðimanna sem hafa fjallað um fjölmenning- arsamfélagið og fjölmenningarlega menntun. Hnattvæðingin veldur því að ekkert samfélag í dag getur verið óháð og einangrað. Parekh (2006) er einn af þeim fræðimönnum sem fjallað hefur um þróun fjölmenning- arsamfélaga og fjölmenningarhyggju. Hann heldur því fram að hugmyndin um þjóð- menningu passi illa inn í mynstur hnattvæðingar og að hugmyndir um sameiginlega menningu sem mörg fyrri samfélög og öll nútímasamfélög hafa byggt á séu tæplega raunhæfar lengur. Menningarlegur fjölbreytileiki, samkvæmt Parekh er í raun bæði ósveigjanlegur og óútreiknanlegur og hann er sameiginlegt alþjóðlegt verkefni nú- tímans. En hvaða þýðingu hefur þessi staða fyrir þróun skólastarfs og gildamenntunar? Gundara (2000) leggur áherslu á mikilvægi sameiginlegra gilda í nútíma fjölmenning- arsamfélögum og að skólar gegni veigamiklu hlutverki í að fjalla um slík gildi. Það nægi þó ekki að kenna um slík gildi, heldur þurfi að útfæra þau og framkvæma. Til að móta sameiginlegt gildakerfi sé þannig ekki nægilegt að breiða út eða yfirfæra gildin til nemenda, heldur þurfi nemendur að geta rætt þau og nýtt í lífi og starfi. Gundara nefnir enn fremur að áhrif umfjöllunar um tiltekin viðfangsefni eða gildi í menntun fari að miklu leyti eftir reynslu nemenda, t.d. sé ekki vænlegt til árangurs að fjalla um jafnrétti og samstöðu meðal nemenda sem eru útilokaðir í jaðarhópum samfélagsins. Hann leggur áherslu á að skólar þurfi að taka upp gagnrýnið sjónarhorn á þau gildi sem stjórna hverju samfélagi. Þar sem fjölmenningarsamfélög verða flest til á grunni fyrrum þjóðríkja kalla þau á breytingar á gildum þjóðríkjanna. Þá ber að hafa í huga að ekkert ríki er hlutlaust, heldur endurspeglar þjóðríkið gjarnan menningu, tungu og trúarbrögð tiltekins meirihlutahóps (May, 1999) og skólastarf endurspeglar síðan í stórum dráttum sömu meginþætti. Ef móta á nýja sjálfsmynd fjölmenningarsamfélags og ný gildi í skólastarfi nefnir Parekh (2006) að gæta þurfi þess að hin nýja sjálfsmynd fjölmenningarsamfélagsins verði ekki menningarlega hlutlaus, þar sem hún fullnægi þá ekki þörfum neinna hópa. Hún megi heldur ekki vera hliðholl einum hópi frekar en öðrum, þar sem slíkt geri aðra hópa fráhverfa henni. Hann nefnir að öllu heldur þurfi hvert fjölmenningarsamfélag að finna sitt jafnvægi með þátttöku ólíkra hópa og einstaklinga. Uppeldi og menntun 16. árgangur 1. hefti, 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.