Morgunn


Morgunn - 01.12.1932, Page 10

Morgunn - 01.12.1932, Page 10
136 MOEGUNN inni, og lítinn kistil. Síðan tekur hún upp ýmsa muni, á- höld, bréf og fatnað, skoðar það um stund og gengur því næst frá öllu aftur. Undir morguninn sofnaði Þórður og kom þá stúlkan til hans í draumi og þakkaði fyrir að hann skyldi ekki trufla sig. „Eg kom“, sagði hún, „til þess að skoða dót mitt, því nú á að bera mig út á morg- un“. Daginn eftir fékk Þórður þær upplýsingar, að ung stúlka væri nýdáin þar á bænum, og hafði hún átt það, sem inni var í herberginu. Svipaðar sögur eru fleiri til. — En það eru ekki að- eins þess konar jarðneskir hlutir, heldur einnig nautna- meÖul og fæöa, sem dánir menn sækjast eftir. Einkennileg er sagan af manninum, sem kvað: „Heltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna; beinin mín í brennivín bráðlega langar núna“. Loks virðist þeim oft vera sérlega annt um jarðnesk- ar leifar sínar, svo sem bein (sbr. t. d. „Fáðu mér bein- ið mitt, Gunna“), og hafa mislíkað, ef skopast var að þeim. Miklu oftar kemur það fram í þjóðtrúnni, að hinir framliðnu hugsi til lifandi manna, annað hvort með óvild eða kærleika. Eru til óteljandi afbrigði af slíkum lýsingum. Hatramlegastar eru þær, sem fjalla um afturgöng- ur og uppvakninga, sem beinlínis eru magnaðir af hatri til einhvers manns. Stundum er það hatur sprottið af aðgerðum særingarmannsins, en oft er það beint áfram- hald af viðskiftum hins framliðna og annara manna. Er það algengt, að sá sem deyr með hatur í huga, reyni að ásækja eftir dauðann þann, er hann ól hatur til, og hefna sín, ef hann hefir orðið fyrir mótgjörðum. Er meðal ann- ars getið um, að flækings-telpa vitji rnanns til þess að launa honum lambið gráa fyrir það, að hann hafði hleg- ið að henni í lifanda lífi. Nokkur dæmi eru og um hefni- girni, sem ekki verður nefnt annað en hrein og bein af-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.