Morgunn - 01.12.1932, Page 35
M OIIGUNN
161
Frægasti sannanamiðill
Norðurálfunnar.
Erinöi flutt i 5. R. F. í.
Eftir Einar H. Kuaran.
Miðillinn, sem eg ætla a8 tala um, er Mrs. Gladys
Osborne Leonard í London. Eg hefi ekki auglýst hana
sem bezta sannanamiðilinn, því að um það get eg að sjálf-
sögðu ekki borið. Hitt orkar naumast tvímælis, að hún
er frægust allra sannanamiðla Norðurálfunnar. Hún á
það ekki eingöngu að þakka hæfileikum sínum, heldur því
líka, að hinir nafnkendustu sálarrannsóknamenn, eins og
Sir Oliver Lodge og síra Drayton Thomas hafa skýrt svo
greinilega frá þeim árangri, sem þeir hafa fengið hjá
henni. —
Mrs. Leonard er ekki með öllu ókunn þeim mönnum
hér á landi, sem hafa kynt sér vel sálarrannsóknamálið.
Frá starfi hennar hefir verið töluvert skýrt, fyrst í ritl-
ingi mínum „Líf og dauði“ og þar á eftir nokkurum sinn-
um í Morcjni. Bæði hefi eg gert það þar og Egert P. Briem.
Eg ætla að sleppa að þessu sinni öllu, sem þar hefir ver-
ið sagt.
En Mrs. Leonard hefir á síðasta ári gefið út bók,
sem hvarvetna með sanngjörnum mönnum mun hafa þótt
mjög merkileg. Sir Oliver Lodge hefir ritað formála fyr-
ir bókinni og lýkur á hana lofsorði. Sérstaklega hefir því
verið veitt athygli, með hve mikilli virðingu og góðvild
stórblaðið ,,Times“ talar um hana, því að lengstum hefir
það ekki verið spiritistunum hliðholt. Mönnum hefir þótt
það bera vitni um það tvent, hve almenningsálitið í garð
spiritismans er að breytast, og hve mikillar virðingar Mrs.
Leonard nýtur fyrir hæfileika sína og mannkosti. Hún
11