Morgunn - 01.12.1932, Síða 64
190
M 0 11 G U N N
„Reistu mig upp, pabbi“. Faðir hennar gerði það og:
studdi hana, og hún leit út um gluggann og sagðii
„Guðsfriði, loft. Guðsfriði, tré. Guðsfriði, blóm. Guðs-
friði, hvita rós. Guðsfriði, rauða rós. Guðsfriði, yndis-
lega veröld“. Og þá bætti hún þessu við: ,,Hvað mér
þykir vænt um hana, en samt langar mig ekki til að
vera kyr“.
Kl. 8I/2 kvöldi þessa dags tók hún sjálf eftir
því, hvað tímanum leið og mælti: ,,Nú er klukkan hálf-
níu. Þegar hún verður hálf-tólf ætlar Allie að koma og
sækja mig“. Á þeirri stund hallaðist hún upp að brjóst-
inu á föður sínum og lagði höfuðið á öxlina á honum.
I>etta þótti henni góðar stellingar, því að hún fékk hvíld
með þessu. Nú sagði hún: „Pabbi, eg vil deyja svona-
Eg ætla að segja þér, þegar tíminn er kominn“.
Lúlú hafði verið vön að syngja fyrir hana. Kl. hálf-
níu var háttatími hennar, svo að hún stóð upp til að>
fara. Hún laut ofan að Daisy, kysti hana og sagði: „Góða
nótt“. Daisy rétti upp höndina, strauk blíðlega andlitið
á systur sinni og sagði: „Góða nótt“. Þegar Lúlú var
komin upp í miðjan stigann, kallaði Daisy til hennart
„Góða nótt og vertu nú sæl, elsku Lúlú mín“.
„Hér um bil stundaríjórðungi eftir 11 sagði hún::
„Taktu mig nú upp, pabbi; Allie er kominn að sækja
mig. Eftir að faðir hennar hafði tekið hana upp, bað'
hún okkur að syngja. Einhver hafði þá orð á því, að-
kalla á Lúlú, en Daisy var því ákveðið mótfallin. „Ver-
ið þið ekki að ónáða hana; hún sefur“. Og nákvæmlega.
á því augnabliki, er vísirarnir á klukkunni stóðu á hálf-
tólf, lyfti hún upp báðum handleggjunum og sagðir
„Komdu, Allie“, og dró ekki andann framar. Þá lagði
faðir hennar þetta elskaða en líflausa höfuð mjúklega
á koddann og mælti: „Blessað barnið er farið; nú þjá-
ist hún ekki lengur“.
Einn af ágætustu vísindalegum sálarrannsókna-
mönnum Englands, Stanley de Brath, kemst svo að orði