Morgunn - 01.12.1932, Síða 100
226
M 0 11 G U N N
í Morgni, sem eg hefi áður minst á, og eg hefi þar engu
við að bæta. Þeim, sem kunna að hafa verulegan áhuga
á málinu, verð eg að vísa þangað, þó að hún sé orðin
gömul. —
Aðalatriðin eru þessi: Fundirnir, sem nú var farið
að halda, voru að miklu leyti skipaðir mönnum, sem höfðu
lýst yfir því, að þeir væru andvígir spiritismanum, og
vísindamönnum, sem höfðu ekki áður fengist við sálar-
rannsóknir. Eftir fimta fundinn, sem þessir menn héldu
með Nielsen, fundu þeir sauragnir framan á búningnum,
sem þeir höfðu klætt miðilinn í. Þetta var þeim nóg. Þeir
ályktuðu af þessu, að miðillinn hefði geymt druslu ein-
hversstaðar langt uppi í endaþarminum — neðri hluta
endaþarmsins höfðu þeir rannsakað áður og ekkert fund-
ið þar — sýnt þessa druslu sem útfrymi og svo gleypt
hana. Sauragnirnar hefðu komið af þessari druslu. Á þessu
einu var svikaákæran reist.
Læknirinn er að tala í greininni um einhverja ,,út-
frymispjötlu“ frá Nielsen, sem rannsökuð hafi verið í
Osló. Það er ekkert annað en skáldskapur. Þar var eng-
in „útfrymispjatla“ rannsökuð.
Grunewald mótmælti, að fundunum afstöðnum, þess-
ari fáránlegu skýringu. Hann vitnaði til hinna ágæí u rann-
sókna írska vísindamannsins, dr. Crawfords, og sannaði
út frá þeim, að sauragnirnar bentu ekki á nein svik, held-
ur væru ein hlið fyrirbrigðanna. Ekki verður sé.ð, að nein-
um fundarmanna hafi verið kunnugt um þessar merki-
legu rannsóknir.
Læknirinn gerir mikið úr því, að prófessor Oskar
Jæger hafi skrifað undir ályktun nefndarinnar, þar sem
hann hafi verið vinur Nielsens. Eg efast ekki um, að pró-
fessor Jæger sé mætur maður. En mætum mönnum get-
ur yfirsést. Hann sýndi ekki þann skörungsskap í mál-
inu, sem búast hefði mátt við. En hann er þarna í sam-
vinnu við ofstækisfulla andstæðinga. Fráleitt hefir hann
þekt rannsóknir Crawfords, sem varpa svo miklu ljósi