Morgunn - 01.12.1932, Side 105
M O R G U N N
231
Mrs. Duncan.
Hún er í mínum augum dálítið kynleg, tilhneiging-
in, sem sum blöð hafa til þess að flytja sögur um miðla-
svik. í þeim er að jafnaði enginn fróðleikur — ekki
fremur en það flytur neina fræðslu um peninga, þó að
sagt sé frá því, að einhver hafi falsað þá. Slík blöð láta
þess ekki getið, þó að hjá sömu miðlunum, sem fyrir
svikaákærunum hafa orðið, hafi komið fyrirbrigði, sem
enginn hefir getað mótmælt. Af því má marka, hve
hlutdræg þau eru og einhliða í frásögnum sínum.
Nýlega hefir vikublað, sem gefið er út hér í Reykja-
vík, flutt eina af þessum svikasögum. Nú er það ensk
kona, Mrs. Duncan, sem á að hafa svikið. Það á að hafa
komið í ljós, við tilraunir hjá manni, sem heitir Harry
Price, að útfrymið, sem birtist á fundum hennar, hafi
ekki verið annað en ostadúkur. Enn fremur á það að
hafa sannast, að frúin hafi áður gleypt þessa slæðu, því
að mynd af slæðunni hafi sýnt greinilega áhrif maga-
sýrunnar. Til frekari áréttingar lætur blaðið þess get-
ið, þó að það komi lítið Duncan-málinu við, að Einar
Nielsen hafi geymt slæðudúk sinn í endaþarminum,
þegar hann var til rannsóknar í Osló.
Ef sannanirnar fyrir svikum Mrs. Duncan eru ekki
öflugri en sannanirnar fyrir þessari endaþarmsgeymslu
Nielsens, þá er ekki ástæða til að gera mikið úr þeim.
Nú er víst svo komið, að enginn, sem nokkurt skyn ber
á útfrymisfyrirbrigði, metur þá ásökun að neinu.
En hvað sem því líður, skal ekkert um það sagt hér,
hvort ásökun Price kann að vera veigameiri. Um þenn-
an mann hefir allmikið verið deilt á Englandi. Hann
hefir verið grunaður um það af sumum, að hann hafi
sjálfur haft svik í frammi til þess að koma svikaákæru