Morgunn - 01.06.1935, Síða 10
4
MOEGUNN
flutninginn. »Morgunn« hefir farið viturlega að í þessum
efnum. Fyrst sýnir hann, að hugsanaflutningur milli lifandi
manna er veruleiki; skemtilegasta dæmi þess finst mér
vera frásagnirnar um feðgana ensku, Colley erkidjákna,
sem var einn af höfðingjum ensku biskupakirkjunnar, og
Colley yngra, ofursta í brezka hernum, son hans. Faðirinn
virtist þegar frá fyrstu barnæsku sonar sins hafa lagt sér-
staka rækt við að treysta hið andlega samband á milli sín
og hans, og þegar sonurinn var kominn til Indlands til að
gegna herþjónustu þar, lék faðir hans sér að því að senda
honum frá Englandi með hugskeyti ræðuefnið, sem hann
ætlaði að leggja út af næsta messudag. og að gera honum
grein fyrir aðalatriðunum í því, sem hann ætlaði að segja.
Þetta tókst svo greinilega, að ekki varð um vilst. Með
þessu dæmi og mörgum öðrum dregur »Mörgunn« fram
sannanir fyrir því, að hugsanaflutningurinn gerist, en hann
leggur öruggur þessi vopn í hendur andstæðinga sinna,
því um leið hrúgar hann upp sönnunum fyrir framhalds-
lífinu, sem enginn maður með fullu viti og sanngirni get-
ur skýrt sem hugsanaflutning.
Sem dæmi þeirra sannana hlýt eg að geta þeirrar frá-
sagnar, sem mjög mikil áhrif hafði á mig, þegar eg var að
sannfærast; eg á við hákarlssöguna frá Ástralíu, ef eg má
nota svo óskáldlegt orð. Tveir ungir bræður lögðu af stað
í skemtisiglingu og týndust. Sonamissirinn fékk afarmikið á
foreldrana og í raunum sínum leituðu þau til miðils. Ann-
ar sonurinn kom í sambandið. Hann lýsti því, hvernig þeir
hefðu druknað, og bætti síðan við: »Haraldur var étinn af
einhverjum stórum fiski«. Haraldur var nafn hins bróður-
ins. Ekkert sannaðist um þetta i bili. En skömmu síðar
veiddist stór hákarl fyrir framan bæinn Gulong, sem er á
suðurströnd Ástralíu. í kviði hans fanst pípa, peningar og
ýmsir fleiri smámunir, sem þektist að Haraldur hefði borið
í vasa sínum, er hann lagði í þessa feigðarför. Conan
Doyle, sem segir söguna, spyr hvernig þessi saga verði
skýrð með tilgátunni um hugsanaflutning, eða hvort vér