Morgunn - 01.06.1935, Side 19
M 0 11 G U N N
13
ar hafa sannfært mig um, hve takmarkalaus gróði þær geta
orðið sálarrannsóknunum, einkum til þess að veita okkur
fræðslu um þau vandamál, með hverjum hætti miðlafyrir-
brigðin gerist, því að þarna fer lifandi manneskja með
fullri vitund úr líkamanum, lifir um stund með hinum fram-
liðnu, sér aðfarir þeirra, talar við þá og framkvæmir sjálf,
með þeirra hjálp, þau undur, sem við sjáum á tilrauna-
fundum og vaknar síðan í líkama sínum með ljóslifandi
endurminningar um það sem gerðist. Að mínu viti er þetta
einn allra-inerkasti þáttur sálarrannsóknanna og á fáu öðru
brýnni nauðsyn en því, að leitast sé við að þroska þessa
<hæfileika sem bezt og gera þá arðberandi.
»Morgunn« hefir þá ennfremur fært okkur margar
merkilegar og eftirtektaverðar frásagnir um svonefnda til-
burði, eða flutningafyrirbrigði. Vér vitum langt frá því til
fulls á hvern hátt þeir gerast, um það hafa komið ýrnsar
fullyrðingar frá miðlunum, en vér vitum i rauninni ekkert
um þá, við vitum aðeins að þeir eru staðreynd, við sjá-
um þá gerast. Tilburðirnir eru merkilegur þáttur sálarlífsrann-
sóknanna, en á meðan vér vitum ekki meira um eðli þeirra
en enn þá er, verða þeir naumast notaðir til stuðnings viss-
unni um framhaldslíf, en þeir eru þó vafalaust einn hlekk-
urinn í hinni stórfenglegu sannanakeðju, sem við erum að
stafa okkur fram úr og framtíðin mun ráða til fulls. Bæði
hjá miðlum hér á íslandi og erlendis hafa hlutir verið flutt-
ir með yfirvenjulegum hætti inn í fundarherbergið. Mira-
belli, miðillinn, sem eg áður gat, var í sambandsástandi
íluttur úr einu herbergi og yfir í annað í gegnum heilan
vegg. Hjá miðlinum fræga, Madame d’ Espérance, sem lífði
nieð sína stórkostlegu hæfileika á einna versta ofsókna- og
Pislarvættistíma sálarrannsóknanna, sá Englendingurinn Mr.
Oxley vaxa indverska plöntu upp úr vatnsflösku, sem
iátinn var í sandur og vatn, uns plantan varð 22 þuml-
ungar á hæð, með þykkum, trjákendum stofni, 29 blöðum,
sem hvert um sig voru rúmir 7 þumlungar og tveir þuml-
ungar á breidd, stóru útsprungnu blómi og mörgum blóm-