Morgunn - 01.06.1935, Síða 31
M 0 II G U N N
25
Þó að eg hafi haldið því fram, að allur þorri íslend-
inga telji sig eiga það erindi eitt á guðsþjónustu að hlusta
á prédikunina, þá vil eg ekki að menn skilji orð mín svo,.
að eg telji þetta að öllu leyti vel farið. Eg held, að menn
eigi að hugsa sér að eiga þangað annað og meira erindi.
Eg held, að menn eigi að koma þangað til þess að leita
samfunda við annan og æðri heim — við ástvini sína og
við háleitar verur og við guðdóminn. Eg veit, að tala verð-
ur með varfærni um þetta mál, af því að hér getur ekki
verið um vitundar samband að tefla frá hálfu okkar, jarð-
neskra manna, nema þeirra, sem gæddir eru sálrænum
hæfileikum — þangað til vér tökum upp þann sið frá forn-
kristninni, sem enskir og amerískir spiritistar hafa tekið
upp, að láta sálrænar tilraunir fara fram í sambandi við
guðsþjónusturnar. En það er örugg og víðtæk reynsla feng-
in fyrir því, að á guðsþjónustum, þar sem hugirnir eru
vel samstiltir, skapast óvenjuleg skilyrði fyrir návist ann-
ars heims. Þá vitneskju hafa menn fengið með skygni-
gáfunni. Og það úir og grúir af vitnisburðum um dásam-
lega hjálp og varðveizlu, sem fengist hefir, þegar slíkt
samband hefir komist á. Ekkert af skáldum vorum virðist
hafa haft jafnglöggan skilning á þessu sambandi og Grím-
ur Thomsen. Hann segir m. a. í hinum dásamlega eftir-
uiála sínum við rímurnar af Búa Andríðssyni:
Reynt það hef eg eldri og yngri,
ei þótt eg í svipinn skildi,
að sínum bendir forsjón fingri
firðum, ef þeír hlýða vildi;
margar gerir þrautir þyngri
þverúðin gegn drottins mildi;
varðhaldsenglar voru gefnir.
í völcu mönnum bæði og svefni.
Af því flýtur auðnu brestur
öllum, sem ei trúa vilja,
ósýnilegur oss að gestur