Morgunn - 01.06.1935, Page 48
42
M 0 R G U N N
hans, að eitthvað óþægilegt mundi hafa komið fyrir hann
að nýju. »Hvað heldurðu, að nú hafi komið fyrir?« spurði
hann. »Það virðist svo, sem einhver bannsettur þorpari
hafi brotist inn í hús mitt og umturnað öllu safninu mínu;
enginn hlutur er á sínum stað, munirnir liggja hingað og
þangað út um alt herbergið, sumir brotnir og aðrir skemd-
ir, og öllu snúið öfugt«.
»Hefirðu skýrt lögreglunni frá þessu?« spurði eg.
»Nei, til hvers væri það? En það sem undarlegast er,
kona mín og börn voru heima í næsta herbergi við, en
urðu ekki vör við nokkurn hávaða eða 'umgang; en þetta
gerðist fyrri hluta dags«.
Um kvöldið skrapp eg heim til hans, til að sjá verks-
ummerkin og hjálpa honum til að koma öllu í lag. Hann
hafði áreiðanlega ekki gert of mikið úr þessu. Það var
einna líkast því sem fellibylur hefði ætt þarna yfir og um-
turnað öllu. En er við höfðum athugað alt, kom það í
ljós, að engu hafði verið stolið úr því, svo það virtist sem
sá, er valdur væri að verkinu, hefði aðeins framið það af
eintómum strákskap. En vinur minn kvaðst ekki vita til
þess, að hann ætti sökótt við neinn og sér gæti ekki kom-
ið til hugar, að ætla nokkurum slíkt. Næstu nótt vaknaði
eg við köll og hávaða úti fyrir. Eg brá mér fram úr rúm-
inu og leit út um gluggann og sá þá, að hús vinar míns
stóð i björtu báli. Eg snaraði mér i fötin og hljóp þang-
að; fjöldi fólks hafði safnast þar saman til að reyna að
bjarga þvi, sem hægt væri, en eldurinn var þá þegar orð-
inn svo magnaður, að ekki varð ráðið við neitt. Húsið var
að vísu vátrygt, en eigi að siður hafði hann orðið fyrir
ómetanlegu tjóni, því að engu varð bjargað af bókum hans
eða skjölum. Hann flutti sig nú heim til mín eftir brunann
og bjó þar næstu mánuðina. Seinni hluta dagsins skrapp
eg i eftirlitsferð og kom ekki heim fyr en seint um kvöld-
ig. Eg sá þá, að allstór hópur manna hafði safnast saman
fyrir utan veitingahúsið og heyrði, að þeir voru í áköfum