Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 57
MORGUNN
51
oddhvassan rýling og opnaði æð á vinstri úlfliðnum og lét
blóðið úr mér renna saman við deigið, Hún hélt nú aftur
yfir að eldinum og hélt áfram að elta deigið.
Særingarþulur kerlingar urðu nú hálfu tryllingslegri og
dularfyllri. Alt í einu þreif hún deigið og kastaði því í
stærra bálið. Því næst tók hún vatnskrukku og gekk nú
stöðugt kring um eldinn og lét altaf renna dálítið úr
krukkunni ofan í eldinn. Þegar eldurinn var dauður, þá hóf
hún nýjar særingaþulur yfir krukkunni, en alt í einu þreif
hún krukkuna, veifaði henni yfir höfði sér og henti henni
i stein fyrir utan tjaldið. En þá var eins og drægi úr henni
allan mátt og hún hneig niður eins og hún væri yfir sig
komin af þreytu. Hún hafði lokið verki sínu. Að klukku-
stund liðinni sat eg uppi við eldinn með félögum mínum
og neytti kvöldverðar með beztu lyst.
Þeim er halda, að eg hafi verið undir einhverjum dá-
leiðsluáhrifum, vil eg segja það, að kerling leit aldrei á
mig meðan hún framdi töfra sína, ávarpaði mig ekki einu
orði og snerti mig ekki, nema meðan hún opnaði æðina
á vinstri úlflið mínum. Eg skal ennfremur geta þess, að eg
lét lækna gera blóðrannsókn á mér, en þeir fundu engin
oinkenni, sem bentu til afleiðinga af malaríuveikinni.
Þegar eg kom aftur til herstöðvanna, simdi eg auð-
vitað skýrslu um ferð mína, og hnýtti aftan við hana frá-
sögn um lækningu þá, er eg hlaut á veikindum minum.
Yfirforingi herdeildarinnar, er eg var í, Capitaine Lique
(7. Company Etranger), spurði mig mjög nákvæmlega um
Þetta og sendi héraðsstjóranum i Beni Abbes þennan við-
auka við skýrslu mína og bað hann um upplýsingar við-
víkjandi konu þessari. Hann svaraði því bréfi, og kvað
bana vera alkunna þar í héraðinu fyrir þess háttar starf-
semi. Eg ætla ekki að hætta mér út í langar hugleiðingar
um þessi atriði, en eitt er víst, og það leggur hann áherzlu
á. að frönsku yfirvöldin geri ekki mikið til þess að stað-
festa slíkar frásagnir sem þessar, svo ekki sé meira sagt,
4*