Morgunn - 01.06.1935, Síða 64
58
MORGUNN
íslandi. Samt er þetta orðin staðreynd og verulegur þátt-
ur í daglegu lífi voru. Þessi undursamlega uppgötvun er
orðin að veruleik, og það sem gerði hana að því, er ákveð-
in leit að þekkingu af hálfu fróðleiksfúsra manna. Er það
yfir höfuð nokkuð ósennilegra, að sá, er leitar að mögu-
leikum síns eigin eðlis, gerir það af ákveðnum huga og
einbeittri þrá, geri einnig á því sviði furðulegar og dá-
samlegar uppgötvanir? Þekkingin er vald, og völdum fylg-
ir ábyrgð. Nokkur hætta getur æfinlega verið því samfara
að íá mikil völd í hendur. í þeirri leit er því nauðsynlegt
að eiga kost á samvinnu við þau öfl, er kenna leitendum
allra alda að beita hinni fengnu þekkingu sjálfum sér til
þroska og mannkyninu til blessunar. Og það er einmitt
þessi mikilsverða bending, sem sálarrannsóknirnar hafa,
jafnframt hinum furðulegu og dásamlegu sannreyndum,
verið að leiða í ljós. Slík fyrirbrigði sem þessi eru því
einskonar merki, einskonar »takið eftir«, eins og upphafs-
stafir að hinni miklu bók þekkingarinnar og sannleikans,
er verið er að beina athygli hinna jarðnesku vegfar-
enda að.
En varpar þessi saga ljósi yfir nokkuð það, er vér
höfum áður heyrt getið, eða á hún nokkura hliðstæðu í
undanfarinni reynslu mannkynsins? Mér duttu i hug, er eg
var að lesa þessa sögu, frásögurnar í Gamla testamentinu
um för ísraelsmanna yfir Rauða hafið, og sagan um för
Jósúa og manna hans yfir ána Jórdan. Eru þær að eins
gamlar þjóðsagnir og munnmæli, eða liggur sviplíkur verU'
leikur að baki þeim og vér hugsum oss að geti legið að
baki um arabiska töframanninn, er lét eða virtist stöðva
straumfall Qued Dsira fljótsins ? Vér vitum, að Móses hafði
numið í skólum egypzku prestanna, lært öll vísindi Egypta-
landsmanna, eins og komist er að orði, og eitt vitum vér,
að sú þekking, er þar var til, var næsta einkennileg og
merkileg, einkum í dulrænum efnum, og seinni tíma rann-
sóknir hafa leitt það í ljós, að margskonar þekking var
varðveitt innan musterisveggja þeirra. Hafði Móses numið
j