Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 67
M0E6UNN
61
Afstaða mín tii bókmentanna.
Útvarpserindi eftir Einar H. Kvaran 6. des. 1934.
[Það er eftir tilmælum frá ýmsum vinum mínum, að erindi þetta
•er prentað hér, þó að það hafi áður verið birt i Morgunblaðinu.
E. H. K.]
Menn hafa kepst um að vera góðir við mig í dag. Eg
get ekki komið orðurn að því, hve þakklátur eg er fyrir
það. Eitt af þeim góðvildarmerkjum, sem eg hefi orðið
fyrir, er það tilboð frá útvarpinu, að koma heim til mín
með tæki, sem gerði mér það fært að ávarpa hlustendur
útvarpsins hér heima hjá mér, og segja þeim í fáeinum
orðum eitthvað, sem mér hugkvæmdist. Svo ástúðlegu boði
gat eg ekki hafnað. Svo bætast við það þau ástúðarorð,
sem þið hafið nú hlustað á frá formanni útvarpsráðsins.
En í mínum huga var það mikið vafamál, hvað eg
ætti að segja. Maður, sem lifað hefir þrjá aldarfjórðunga,
setti óneitanlega að hafa hitt og annað að segja, ef hann
hugsar sig vel um. Það má vel vera, að eg velji það, sem
*eg ættí ekki að velja. Það má vel vera, að einhverjir telji
það mont hjá mér, að eg tala um sjálfan mig við þetta
einstæða tækifæri. Eg ætla að fara örfáum orðum um af-
stöðu mína til bókmentanna.
Og eg skal þá byrja á því, að lífið er í mínum augum mikil-
vægast og dýrmætast af öllu. Ekki að sjálfsögðu lífið í þess-
um líkama okkar, heldur alt það líf, sem vér lifum og eigum
fyrir höndum að lifa. Eg lít svo á, sem öll list í bókment-
unum eigi að vera í þjónustu þess. Öll lbt, sem stefnir að
því að gera það öflugra, hvort heldur það er með gleði
eða fegurð eða góðleik, er dýrmæt. Vanti þetta alt, vekur
það enga samúð hjá mér, jafnvel þótt um ómótmælanlega
snilli sé að tefla. Þetta kann að vera vöntun hjá mér. Eg