Morgunn - 01.06.1935, Page 93
MOR'GUNN
87
bað hann skila kveðjum til vinanna, sýndi honum mjög
íagurt landslag, mjög fagrar byggingar og margt fleira.
30. ágúst sama ár var á heimili foreldra Helgu skírð-
ur piltur, sem Sesselíus átti. Hlaut hann nafnið Helgi Kol-
viður. Voru þau nöfn eftir Helgu og frænda hennar frá
Urriðafossi, sem dáinn var fyrir um tveim árum, þá 17 ára.
Hélt Jóhanna móðir Helgu barninu undir skírn. Við þá at-
höfn sá S. S. Helgu og unglingspilt standa hjá prestinum
og Jóhönnu, sem hélt á barninu. Sá hann, að þau voru
bæði mjög ánægjuleg og glöð.
Næstu nótt dreymdi S. S. Helgu, og lét hún þá ánægju
sína í ljósi yfir því, hvað hátíðlegt hefði verið að vera
heima í gær.
Nokkru fyrir jólin sama ár dreymdi S. S., að Helga
var að reyna að láta hann lesa bréf, og fanst honum sér
ganga það illa, og mundi ekki bréfið, er hann vaknaði.
Litlu siðar i draumi segir hún við hann: »Bréfið, sem þú
fyrir stuttu áttir að lesa og muna frá mér, var heillaósk
heim um gleðileg jól«.
Á aðfangadagskvöld jóla komum við foreldrar, systir
og afi Helgu frá kirkju heim á heimili S. S. Sá hann þá
Helgu; var hún mjög glöð og lék sér með börnunum þar
heima. Áður en hún fór, sá hann, að hún lagði blóm á
brjóst okkar, sem auðvitað átti að tákna jólagjöf frá henni.
Næstu nótt dreymdi S. S. Helgu. Þakkaði hún honum
þá mjög vel fyrir alt, sem hann hefði gjört sér í vil, svo
sem það, að sjá sig og skila kveðjum o. fl. Segir hún þá:
»Nú má eg ekki vera lengi, þvi að nú er eg að fara á
englasöng«. Þá leiddi hún móðurafa sinn, sem dáinn var
fyrir nokkurum árum. Sá S. þau fara upp undurfagra hlíð-
arbrekku, og margt fólk á eftir þeim. Honum fanst hann
þá kalla til hennar og biðja, að hann mætti vera með, en
hún vinkaði til hans mjög glaðlega og sagði: »Ekki núna«.
Oft dreymdi hann hana eitir þetta og sá hana stöku sinn-
um, helzt með foreldrum hennar eða hennar fólki.
22. jan. 1932 komum við foreldrar, systir og afi Helgu