Morgunn - 01.06.1935, Síða 97
M 0 R G U N N
91
að stafir komi fram á henni sjálfri, og út úr þeim fær hann
orð, sem hverfi svo strax, þegar hann hefir lesið þau, og
önnur komi þá í staðinn.
Þessar fréttir þóttu mér mjög merkilegar, sérstaklega
vegna þess, að ég hafði þekt Sesselíus Sæmundsson fyrir
löngu liðnum tíma. Eg þekti hann sem stiltan og rólegan
mann, fámálgan og yfirleitt prúðan og vandaðan mann í
alla staði. Eg hugsaði mér þá, að eg skyldi ekkert skipta
mér af þessum málurn hans fyrst um sinn, og þannig leið
tíminn á 2. ár, og var eg þó þá farinn að gefa mig að
andlegri starfsemi.
í októbermánuði árið 1932 fer eg heim til Sesselíusar
Sæmundssonar. Hann tekur mér dásamlega vel; einnig kona
hans, Guðlaug Gísladóttir. Viðmót þeirra við mig líktist
því, að eg væri bróðir þeirra, eða rnjög nákominn þeim,
og eg býst við, að þetta sama geti fjöldinn sagt af því
marga fólki, sem þau heimsækir.
Þegar eg hafði setið litla stund inni hjá Sesseliusi
þetta kvöld og í fáum orðum sagt honum, í hvaða erind-
um eg væri þar kominn, þá svarar hann mér á þessa leið:
»Þegar þú komst hér inn, þá komu með þér tvær
kvenverur. Eftir útliti þeirra að dæma er önnur þeirra mið-
aldra kona, en hin er ung«. Eldri konunni lýsir hann svo
nákvæmlega, bæði vexti, andlitslagi og hári, að eg var
ekki í minsta vafa um, hver það væri, sem hann var að
lýsa. Þá segir hann: »Nú er Helga komin«. Þá byrjar sam-
tal við þessa konu með þeirri aðferð, að það, sem þessi
persóna vill við mig tala, koma orðin fram í prentletri á
líkama Helgu og Sesselíus les þau upp fyrir mér. Það
fyrsta, sem sagt er við mig, er: »Eg er Jóhanna vina þín«.
Að því búnu kemur hún fram með margar og tvímæla-
iausar sannanir, sem voru fólgnar í ýmsum smærri og
stærri atvikum, frá samverutímabili okkar á jörðu hér, en
frá því tímabili voru þá liðin 32 ár.
Svo kemur unga stúlkan í sambandið, og kveðst hún
heita Ólafía og segist vera dóttir mín. Eg fæ þá lýsingu