Morgunn - 01.06.1935, Síða 111
MORGUNN
105
Ritstjórarabb Morguns
um hitt og þetta.
Óánægja.
Um stund hefi eg verið í nokkurum vafa
um það, hvort eg ætti að birta í Morgni
útvarpserindi það, sem eg flutti í síðastliðnum desember-
mánuði og prentað er hér í heftinu með fyrirsögninni
»Kirkjulíf vort um þessar mundir«. Einn mikilsvirtur vinur
minn, sem mjög lætur kirkjumál til sín taka og mikinn
áhuga hefir á því að efla þjóðkirkju íslands og kristni
landsmanna, hefir tjáð mér, að þetta erindi hafi sært sig
mjög mikið. Af því að það hafi komið frá manni, sem
kunnugt sé um, að sé kirkjunni góðviljaður, þá hafi það
gefið þeim mönnum vind i seglin, sem hafi áhuga á því
að brjóta kirkju landsins niður, þar sem ófremdarástandi
hennar hafi verið lýst með svo dökkum litum í erindinu. En
auk þess væri lýsingin röng og stafaði af ókunnugleik. Hann
benti mér á, að messur væru margar samkvæmt skýrsl-
unum, og hann vildi ekki gera mikið úr því, sem eg benti
honum á, að þær mundu nokkuð margar vera fremur fá-
mennar. Hann benti mér sömuleiðis á fundahöld presta,
sem væru svo ágætlega sótt af alþýðu manna, á nýja
handbók, og eg held eitthvað fleira, sem eg hefi nú gleymt.
En nú vill svo kynlega til, að fyrir ekkert
af því, sem eg hefi látið frá mér fara, í
ræðu né riti, heíir verið látið uppi við mig jafn-mikið
og alment þakklæti eins og fyrir þessa útvarpsræðu. Það
hefir eingöngu komið frá mönnum, sem er ant um kirkj-
una og hugsa til þess með fögnuði, ef hún kynni að geta
orðið þjóðinni til meiri sálarstyrkingar en hún nú er. Ef eg
færi að birta það, sem mér hefir verið sent í tilefni af
þessu erindi, mundi eg áreiðanlega verða sakaður um mikið
Þakklæti.