Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 114
108
M 0 11 G U N N
Hvað fyrirbrigð
in sýna.
mælin um þá, sem eru fátækir i anda, hógværir og hjarta-
hreinir; oss er sagt, að þeirra sé himnaríki, þeir muni
landið erfa, og þeir muni sjá guð. Trúnaðartraustið virðist
líka skipta einhverju mjög miklu máli. »Vertu ekki hrædd,
litla hjörð«, sagði hann, sem mesta þekkingu hefir haft af
öðrum heimi, þeirra er í þennan heim hafa fæðst. Þá er
og naumast vafi á því, að það léttir undir hjálpina, að
menn temji sér jafnaðargeð og útrými ofsanum úr lund-
inni. Það er vafamál, hvort nokkur miðilsfundur getur lagt
til betri hjálparskilyrði en hógvær og bænrækinn hugur
einstaklinganna gerir á rólegum og friðsömum heimilum.
En mörgum, sjálfsagt flestum, veitir örðugt að leggja þau
skilyrði til nú á tímum.
Eins og áður hefir verið minst á, halda
sumir, að það, hve sambandið við annan
heim reynist torsótt við tilraunir, bendi til
þess, að öðrum heimi sé ókleift að beita áhrifum inn á
þennan heim utan tilraunafunda. Það er hverju orði sann-
ara, að sambandsviðleitnin gengur oft þunglega. Margir
leita sambands og fá það ekki — að minsta kosti ekki
svo, að þeir geti reitt sig á það. Júlia segir í bréfum sín-
um, að sama sé að segja um framliðna menn. En að hinu
leytinu vita það allir, sem kunnugir eru sálrænu fyrir-
brigðunum, að árangurinn af tilraununum hefir víða orðið
afskaplega mikill, svo að það eru engin smáræðis áhrif,
sem komist geta frá öðrum heimi inn i þennan heim. Þau
geta jafnvel orðið stórkostleg á ólífræn efni, hvað þá á
hugi mannanna. Morgunn hefir flutt svo mikið um það
mál þau 15 ár, sem hann hefir komið út, að ekki skal
fjölyrt um það að þessu sinni.
„ Spíritistum er stundum borið það á brýn,
Hvað er um .. * ...
guöstrúna? Peir trui “inum °S oðrum »ondum«
fyrir sér, en ekki guði almáttugum. Sú
ásökun er ekki réttmæt. Spíritistar eru vafalaust eins
ákveðnir guðstrúarmenn eins og nokkurir aðrir menn.
Fyrsta atriðið i stefnu skipulagsbundinna spíritista á Eng-