Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 118
112
M0R6UNN
Robert Blatchford heitir maður, sem minst
Blatchford ver‘® á * Morgni áður. Hann er rit-
höfundur og blaðamaður, og þvi hefir ver-
ið haldið fram, að hann muni hafa flesta lesendur þeirra,
er rita á enska tungu. Hann var ákveðinn efnishyggju-
maður. En fyrir nokkurum árum misti hann konu sína og
fór þá að kynna sér fyrirbrigði spíritismans, fékk ágætan
árangur og sannfærðist um veruleik þeirra og gildi. Ný-
lega hefir hann, í ritgjörð, sem prentuð er í einu af blöð-
um Lundúnaborgar, svarað blaðamanni, sem gert hefir mjög
ósanngjarnlega og vitlausa árás á spíritismann, og kemst
þar meðal annars að orði á þessa leið:
»Menn skrifa mér eða koma til mín i örð-
Presturinn, ugleikum sínum, til þess að fá svör við
sem mist hafði . „ ..... „
konuna sina. spurmngunm: Er grofin sigurvegarinn ?
Síðastliðið sumar kom til mín prestur frá
borg einni í fjarlægu landi. Hann hafði mist konuna sína.
Þau höfðu verið 40 ár í ánægjulegu hjónabandi, og prest-
urinn var í miklum raunum staddur. Hann vildi fá að kom-
ast á fund góðs miðils, og miðillinn, sem hann mintist á,
var ekki viðlátinn. Hann hvarf aftur til kirkju sinnar í
fjarlægðinni, og lét þess getið, að hann mundi koma aft-
ur að sumri.
»Þetta atvik á við umræðuefnið. Hér er heiðarlegur
maður, sem hefir árum saman og í einlægni játað trú á
framhaldslíf mannanna eftir dauðann. Dauðinn tekur frá
honum konuna hans, sem hann ann hugástum, og trú hans
riðar til undir þessu áfalli. Missir hans er svo sár; neyð
hans er svo átakanleg. Hann þarf að fá að viía, hann vill
fá sannanir, ef mönnunum er unt að fá þær.
„ , , »Nú er því svo háttað, að við spíritistar
Spintistarnir ., . . .,,
vita vitum, af reynslu sjalfra vor og annara, að
þegar maður, sem hefir orðið fyrir svo
sárri raun, fær frá miðli sönnunargögn, sem honum virðast
sannfærandi um það, að konan hans lifi enn, elski hann
enn, hafi enn eftirlit með honum og láti sér ant um hann,