Morgunn - 01.06.1935, Page 120
114
MORGUNN
að heyra hann tala um, var framar öllu öðru það, sem,
Dr. Björn Jónsson nefnir dulspeki þá, er hann aðhyltist á
síðari árum. Þegar það kom fyrir, að hann vék ekkert að
henni i prédikun, varð áheyrendum hans það vonbrigðL
Mjer stendur fyrir minni, að eg kom einu sinni eftir messu
hjá síra Haraldi inn til eins af nafnkendustu og gáfuðustu;
stjórnmálamönnum þessa lands. Hann hafði verið í kirkju
um daginn. »Haraldur var leiðinlegur í dag«, sagði hann
við mig. Eg gat ekki fallist á það. »Óneitanlega var þetta
falleg og myndarleg ræða«, sagði eg. »Já, það getur verið.
En hann sagði ekkert annað en það, sem hinir prestarnir
hefðu getað sagt. »Eg fer ekki í kirkju til þess að hlusta
á það, sem hinir prestarnir eru að segja«, sagði hann.
Líkt var viðkvæðið alment, þegar svo bar undir.
Og hvaðan kom eldurinn í prédikunum og
eldurinn?”1 öðrum ræðum síra Haralds Níelssonar?
Hann kom frá hans hákristnu lífsskoðun,
þessu, sem Dr. Björn Jónsson nefnir dulspeki. Hann ljet
það ekki liggja á milli hluta, sem oss er sagt í guðspjöll-
unum um Jesú frá Nazaret né það, sem hann sagði sjálf-
ur og gerði. Hann var sannfærður um, að Jesús hefði gert
þau máttarverk, sein frá er skýrt. Hann var sannfærður
um, að þegar Jesús talaði um anda og engla, þá talaði
hann um anda og engla, en ekki um eitthvað alt annað.
Hann var sannfærður um, að Jesús hefði haldið sambands-
fund á fjallinu og talað við Móse og Elías í viðurvist læri-
sveina sinna. Hann var sannfærður um, að engill hefði
komið til Jesú í grasgarðinum. Hann var sannfærður um,
að Jesús hefði birzt eftir andlát sitt. Hann var sannfærður
um, að hvítasunnuundrið hefði gerzt. Hann hafði á öðru
sviði þekkingarinnar fengið þá vitneskju, sem gerði hann
öruggan i þessum efnum. Þessi sannfæring var eldsneytiö
í ræðum hans. Hann hafði sannfæringarmáttinn til þess að
boða þessar dásemdir óhikað, og hann laumaðist aldrei
burt frá sliku umtalsefni, sló aldrei út í aðra sálma, þegar