Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 126
120 MORGUNN
helgan fjársjóð í hjarta þínu, því að þeir eru svo fáir, serrr
mundu skilja það«.
Eftir þetta fanst mér eg sjaldan vera ein. Eg var mér
þess meðvitandi að með mér væri lifandi vera, góðgjörn,
ástrík, sem mér virtist altaf vera að reyna að beina mér
á rétta braut.
Eg fór að heyra sönglög, sem ekki heyrðu til þessum
heimi, en voru miklu dýrlegri! Oft gat eg heyrt raddir,
þúsundir þeirra fanst mér, syngja lofsöngva og saman við
sönginn runnu tónar frá einhverju voldugu himnesku1
orgeli. Stundum hljómaði þetta hátt og skýrt, eins og það
væri rétt hjá mér, og því næst urðu hljómarnir smátt og
smátt veikari, eins og þeir færðust fjær, þangað til eg gat
naumast heyrt þá. Og þá uxu þeir aftur, bergmálandi, fagn-
andi, sigri hrósandi. Eg heyrði þessa himnesku tónlist, því að<
svo leit eg ávalt á þetta, á öllum tímum og allskonar
stöðum, að degi til og náttarþeli, í einveru og með öðrumr
inni í húsum og úti á víðavangi; þessa tónlist hefi eg ávalt
heyrt síðan við og við.
Eg sagði bróður mínum og fáeinum vinum mínum,
sem eg gat trúað fyrir því, án þess að verða að athlægi,
frá hinni dásamlegu tónlist, sem eg heyrði; en jafnvel þeg-
ar hún kvað við hæst og skýrast í eyrum mínum, gat eng-
inn þeirra heyrt hana. Það er fyrir fagnaðar áhrif hennar
að mestur munur er á henni og mannlegri tónlist. Engin
jarðnesk tónlist, sem eg hefi heyrt, hefir í sér helming af
af þeirri fylling gleðinnar. Þegar eg hlusta á hana, finn eg
að í henni býr sú ánægja og sú trú á guðdómlegan kær-
leik, sem menn gera sér sjaldan grein fyrir hér, ef menn>
gera það nokkurn tima. Og ávalt, þegar eg heyri þessa
tónlist, er henni samfara þessi sami hressandi ilmur, sem
var í herberginu, þegar eg sá mína fyrstu sýn.
Eg var nærri því orðin 18 ára áður en eg sá nokkra
aðra sýn. Að því undanteknu að eg heyrði hina glaðværu
tónlist ósýnilegra radda og hljóðfæra, og að eg vissi altaf
af verndandi veru nálægt mér, var líf mitt á þessu tíma-