Morgunn


Morgunn - 01.06.1941, Side 14

Morgunn - 01.06.1941, Side 14
6 MORGUNN Eftir lát Raymonds, sonar hans, fékk hann mjög mikið af sönnunum frá honum, og ýmsar þeirra birti hann í bókinni, er bar nafn þessa sonar, og er yður öllum kunn. Þær sannanir flestar fékk hann með hjálp transmiðilsins fræga, frú Leonard, og á fundum hennar átti hann lang- ar og stórmerkilegar viðræður við Raymond og Frede- rick Myers um eterinn, sem um langt skeið var hugðnæm- asta rannsóknarefni hans. Þær viðræður, sem voru hrað- ritaðar á fundunum og síðan prentaðar, spurningar Sir Olivers og ítarleg svör og langar skýringar af vörum miðilsins, eru svo há-vísindalegar og þrungnar vitsmun- um og víðtækri þekking, að þær eru langsamlega ofjarl þeirra manna flestra, sem láta háðslega um, að allt sé nauða ómerkilegt, sem fram kemur af munni miðlanna, þegar þeir eru í dásvefni. Raunar er frú Leonard bæði gáfuð kona og menntuð, en það sem Raymond og Myers virtust tala af vörum hennar við Sir Oliver um flóknar vísindagátur, lá þó vissulega langt fyrir ofan skilning hennar og þekkingu. Enda margsönnuðu þeir með ytri og innri rökum, að það væru raunverulega þeir, sem mæltu af munni miðilsins. Tímaritið Mor^unn hefir fyrir nokkrum árum birt kafla úr þessum merkilegu viðræðum, svo að ég mun ekki endur- taka það hér, en í erindi, sem heitir ,,Útsýn yfir alheim- inn“, kemur Sir Oliver Lodge nokkuð inn á niðurstÖður sínar um hlutverk etersins í alheiminum og leyfi ég mér að hafa yfir all langan kafla úr því erindi, en þar segir svo: „Spurningin er því þessi: hvað er um einstaklinginn að segja, persónuleikann? Á hann „fundamental“ tilveru, grundvallar-tilveru eða ekki? Er hann aðeins tímabund- inn, eða felst með honum ótímabundinn, varanlegur kjarni? Lifir hann líkamann, sem hann býr nú í, og held- ur áfram að vera til, að eins við önnur lífsskilyrði, þegar hann hverfur af jarðneska sjónarsviðinu? Heldur hann áfram í öðru umhverfi og breyttri mynd, sem þeir geta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.