Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 14
6
MORGUNN
Eftir lát Raymonds, sonar hans, fékk hann mjög mikið
af sönnunum frá honum, og ýmsar þeirra birti hann í
bókinni, er bar nafn þessa sonar, og er yður öllum kunn.
Þær sannanir flestar fékk hann með hjálp transmiðilsins
fræga, frú Leonard, og á fundum hennar átti hann lang-
ar og stórmerkilegar viðræður við Raymond og Frede-
rick Myers um eterinn, sem um langt skeið var hugðnæm-
asta rannsóknarefni hans. Þær viðræður, sem voru hrað-
ritaðar á fundunum og síðan prentaðar, spurningar Sir
Olivers og ítarleg svör og langar skýringar af vörum
miðilsins, eru svo há-vísindalegar og þrungnar vitsmun-
um og víðtækri þekking, að þær eru langsamlega ofjarl
þeirra manna flestra, sem láta háðslega um, að allt sé
nauða ómerkilegt, sem fram kemur af munni miðlanna,
þegar þeir eru í dásvefni. Raunar er frú Leonard bæði
gáfuð kona og menntuð, en það sem Raymond og Myers
virtust tala af vörum hennar við Sir Oliver um flóknar
vísindagátur, lá þó vissulega langt fyrir ofan skilning
hennar og þekkingu. Enda margsönnuðu þeir með ytri og
innri rökum, að það væru raunverulega þeir, sem mæltu
af munni miðilsins.
Tímaritið Mor^unn hefir fyrir nokkrum árum birt kafla
úr þessum merkilegu viðræðum, svo að ég mun ekki endur-
taka það hér, en í erindi, sem heitir ,,Útsýn yfir alheim-
inn“, kemur Sir Oliver Lodge nokkuð inn á niðurstÖður
sínar um hlutverk etersins í alheiminum og leyfi ég mér
að hafa yfir all langan kafla úr því erindi, en þar segir
svo:
„Spurningin er því þessi: hvað er um einstaklinginn
að segja, persónuleikann? Á hann „fundamental“ tilveru,
grundvallar-tilveru eða ekki? Er hann aðeins tímabund-
inn, eða felst með honum ótímabundinn, varanlegur
kjarni? Lifir hann líkamann, sem hann býr nú í, og held-
ur áfram að vera til, að eins við önnur lífsskilyrði, þegar
hann hverfur af jarðneska sjónarsviðinu? Heldur hann
áfram í öðru umhverfi og breyttri mynd, sem þeir geta