Morgunn - 01.06.1941, Qupperneq 23
MORGUNN
15
talar við. Jafnvel þótt þú talir við það í síma eða þráð-
laust“.
Sir Oliver Lodge lét ekki dóma annarra hindra sig í
sannleiksleitinni. Á einum stað skrifar hann: „Það hefir
hneykslað marga, að ég var að reyna að sanna framhalds-
lífið vísindalega. Ég er búinn að vinna að því í nærfellt
sextíu ár og sannanir eru orðnar geisilegar. Ég veit,
að ég nýt stöðugrar hjálpar frá verum hinu megin tjalds-
ins. Ég er þakklátur þeim —---------“.
Og ennfremur segir hann um þessa hjálpendur: „Vér
erum ekki einir.---------Voldugar hersveitir eru að verki,
ekki til að tortíma, heldur til að endurskapa, örva, hjálpa
og leiðbeina. Þær hafa ekki yfirgefið örðugleikana, þær
eru í þeim enn. Þær skoða þá nú frá æðra sjónarmiði,
harma blindni vora og eru reiðubúnar til að hjálpa oss.
--------Ég er eins sannfærður um þessa hluti og nokkra
aðra staðreynd í ríki náttúrunnar, og ég er viss um ^að
síðari tímar munu sjá þennan sannleika.
Niðurstöður mínar eru byggðar á sönnunum, sem öllum
mönnum er opin leið að, sem vilja kynna sér staðreynd-
irnar-------“.
„Ég furða mig ekki á blindni prestanna og annarra
þeirra, sem hafa gert það að atvinnugrein sinni að verja
heilt trúfræðikerfi og viðhalda því, en ég furða mig á
þeim, sem hafa gert það að atvinnu sinni að rannsaka
sannleikann —“.
Fyrir fjórum mánuðum var verið að vígja spíritista-
musteri í Portsmouth. Sir Oliver Lodge sendi þangað
kveðju sína, síðustu yfirlýsing sína um sannindi spíritism-
ans, og þar segir hann svo:
„Stríðandi og syrgjandi mannkynið þráir að fá að vita
eitthvað um örlög fallinna ástvina, það þráir fullvissuna
um, að kærleikur þeirra haldi áfram, að þeir séu ekki
horfnir út í einhverja óskaplega fjarlægð og að endur-
fundanna sé ekki um einhvern ósegjanlega langan tíma
að bíða.