Morgunn - 01.06.1941, Page 52
44
M 0 R G U N >:
ast?“ Og var mér strax svarað: „Innan þriggja mánaða“.
Ég minntist aldrei á þetta við móður mína og hún hafði
enga hugmynd um það, en nákvæmlega þrem mánuðum
eftir að spádómurinn barst mér, andaðist hún.
I apríl 1928 lauk ég við fimmtu bók mína og sendi hand-
ritið útgefanda mínum. I maílok hafði ég ekkert svar feng-
ið frá þeim, og vegna þess að bókin var um nokkuð óvenju-
legt efni, fór mig að gruna, að þeir mundu ekki ætla
að gefa hana út. 28. maí bar svo til, að gestkomandi var
hjá mér kona, sem gædd er mjög merkilegum sálrænum
hæfileikum, og ákvað ég þá með sjálfum mér að spyrja
hana, hvernig handritinu mínu mundi reiða af. Þegar við
vorum búin að drekka te og sátum saman, spurði ég hana
í huganum um handritið — við hana nægir að hugsa
spurningarnar, orðin er óþörf — og hún svaraði: „Þeir
munu gefa það út“. Ég spurði aftur: „Viltu segja mér,
hvenær það verður?“ Þá kom löng þögn, og því næst var
svarað: „Þú munt fá bréf með fyrsta póstinum 20. júní,
sem segir þér nákvæmlega til um það“. Þar sem ég á
heima, kemur pósturinn fjórum sinnum á dag. Miðillinn
vissi ekkert um spurningarnar, sem ég bar fram í hugan-
um, og svörin komu heldur ekki frá henni sjálfri persónu-
lega, en nákvæmlega kom fram það, sem af vörum hennar
var sagt. Þ. 22. júní fór ég á fund útgefanda míns og
spurði hann hvenær hann hefði tekið ákvörðun um að
gefa bók mína út. „Það var nú ekki fyrr en þriðjudag-
inn 19. júní“, svaraði hann. „Við vorum nokkuð lengi í
vafa um hana vegna þess, að bókin er talsvert óvenjuleg
Hér er því um nákvæman spádóm að ræða, sem
barst mér nærfellt mánuði fyrr en útgefandinn tók ákvörð-
un sína!
Ég á hús, sem ég leigi út með húsgögnum. I júní s. 1.
losnaði það úr leigu og stóð autt. Ég afhenti það því húsa-
leigumanni til ráðstöfunar. Frá honum hafði mér ekkert
svar borizt í september og vegna þess að tímarnir voru
örðugir, ákvað ég að koma húsgögnunum fyrir í geymslu,