Morgunn


Morgunn - 01.06.1941, Page 84

Morgunn - 01.06.1941, Page 84
76 M O R G U N N takmarka rétt. Ég þekki það hvergi úr sögu spiritismans, að samkomur séu haldnar, þar sem fólk fleygir sér flötu á gólfið, úthelli tárum og barmar sér yfir syndum sínum í margra votta viðurvist, Ég býst fremur við, að spiritistar yfirleitt forðist slíkar samkomur og að þeim finnist slíkar trúariðkanir heldur óaðlaðandi. En þessi ásökun er að því leytinu gersamlega röng, að spiritisminn hefir mikil áhrif á hugarfar játenda sinna, og þau áhrif eru oft snögg og róttæk, þótt þau beri jafnan annan svip en afturhvarf á samkomum heittrúarmanna. Margir vitnisburðir eru til um menn, sem á klukku- stundar miðilsfundi urðu fyrir þeirri stórkostlegu reynnslu, að öll hugmynd þeirra um alheiminn gerbreytt- ist; heimsskoðun þeirra, sem byggð var á grundvelli efnis- hyggjunnar, hrundi saman og sjónum þeirra opnaðist nýr himinn og ný jörð, sem þeir vissu ekki áður að var til. Þessi reynsla er ekki trúaratriði, hún er þekkingaratriði, sem margir hafa öðlazt, og eftir að þeir höfðu öðlazt hana fannst þeim, að þeir hefðu gengið úr dimmum gluggalaus- um klefa út í glampandi vormorgunfegurð með dásamlegu víðsýni til allra átta. Þessi mikla endurfæðing frá villu- myrkri til ljóss og sannleika hefir valdið gerbreytingu á lífi margra manna, því að hversdagskufl efnishyggjunnar hrundi utan af tilverunni og hun íklæddist skínandi töfrum. Ég geri ráð fyrir að mörgum, sem þessa endurfæðing af völdum spiritismans hafa lifað, finnist þeir geta heimfært til sín hvert orð úr snilldarkvæði séra Matthíasar, Vöggu- ljóðinu til hjónanna á Stað á Reykjanesi, þar sem segir svo: Loks fór að birta, og birtan sú að breiðast um strönd og voga, og ijósin gömlu að loga. Nú átti ég sál, nú átti ég trú nú átti ég tök á að stríða G,g) birtunnar fullu að bíða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.