Morgunn - 01.06.1941, Qupperneq 84
76
M O R G U N N
takmarka rétt. Ég þekki það hvergi úr sögu spiritismans,
að samkomur séu haldnar, þar sem fólk fleygir sér flötu
á gólfið, úthelli tárum og barmar sér yfir syndum sínum
í margra votta viðurvist, Ég býst fremur við, að spiritistar
yfirleitt forðist slíkar samkomur og að þeim finnist slíkar
trúariðkanir heldur óaðlaðandi. En þessi ásökun er að því
leytinu gersamlega röng, að spiritisminn hefir mikil áhrif
á hugarfar játenda sinna, og þau áhrif eru oft snögg og
róttæk, þótt þau beri jafnan annan svip en afturhvarf á
samkomum heittrúarmanna.
Margir vitnisburðir eru til um menn, sem á klukku-
stundar miðilsfundi urðu fyrir þeirri stórkostlegu
reynnslu, að öll hugmynd þeirra um alheiminn gerbreytt-
ist; heimsskoðun þeirra, sem byggð var á grundvelli efnis-
hyggjunnar, hrundi saman og sjónum þeirra opnaðist nýr
himinn og ný jörð, sem þeir vissu ekki áður að var til.
Þessi reynsla er ekki trúaratriði, hún er þekkingaratriði,
sem margir hafa öðlazt, og eftir að þeir höfðu öðlazt hana
fannst þeim, að þeir hefðu gengið úr dimmum gluggalaus-
um klefa út í glampandi vormorgunfegurð með dásamlegu
víðsýni til allra átta. Þessi mikla endurfæðing frá villu-
myrkri til ljóss og sannleika hefir valdið gerbreytingu á
lífi margra manna, því að hversdagskufl efnishyggjunnar
hrundi utan af tilverunni og hun íklæddist skínandi
töfrum.
Ég geri ráð fyrir að mörgum, sem þessa endurfæðing af
völdum spiritismans hafa lifað, finnist þeir geta heimfært
til sín hvert orð úr snilldarkvæði séra Matthíasar, Vöggu-
ljóðinu til hjónanna á Stað á Reykjanesi, þar sem segir
svo:
Loks fór að birta, og birtan sú
að breiðast um strönd og voga,
og ijósin gömlu að loga.
Nú átti ég sál, nú átti ég trú
nú átti ég tök á að stríða
G,g) birtunnar fullu að bíða.