Morgunn - 01.06.1941, Qupperneq 98
90
MORGUNN
væri við sálarrannsóknafélagið í Leeds, fengi að vita hver
hann væri, að hann var nefndur „dularfulli maðurinn".
Allt, sem ég vissi um hann, var það, að hann rnundi vera
kaupsýslumaður, því að í hvert sinn, er ég hitti hann,
hafði hann með sér tvo ritara.
Frú Helen Hughes sagði mér af háttum hans, að þegar
hann kæmi inn í stofuna og hún byði honum sæti, svaraði
hann engu, og sagði ekki eitt orð allan fundinn, og að
honum loknum ryfi hann ekki þessa þögn. Seinna sýndi
hann henni ítarlega skýrslu um fundinn, en gætti þess að
hafa eyðu, þar scm nafn hefði átt að standa eða eitthvað,
sem benti til, hver hann væri.
Meðan setið var að tedrykkju, sagði hann óspurt, að
hann hefði á hálfri mínútu sannfærzt um spíritismann.
Eitthvað, sem sagt hafði verið gegnum frú Hughes í transí
rak á það smiðshöggið. „Ef ég tryði ekki á spíritisma, þá
gæti ég engu trúað“, sagðí hann, „sönnunin er yfirgnæf-
andi“.
Hann var sýnilega hygginn, óbrotinn Jórvíkur maður
og matti halda að hann væri harður og óviðkvæmur. En
ég sá aðra hlið á honum á fundi, þar sem ég talaði að
tilhlutun sálarrannsóknafélagsins og Helen Hughes flutti
konu hans skeyti sem lýsti andláti sonar hennar. Meðan
miðillinn var að lýsa þessu, sá ég tárin renna mður kinnar
hans.
Eptir þann fund kom hann til mín, af því að ég skrifaði
einnig, og bað mig að sýna sér, það sem ég hefði skrifað
um skeytið til konu hans. Ég las ritara hans það og bar
skýrslunum saman. En þegar kom að orðunum „doktor
Bradley" í skeytinu, sagði ritarinn í ógáti að það væri ekki
rétt, og fann hann að því, að gefa þá upplýsingu.
Ég gat ekki annað en brosað að nákvæmni hans að geia
engar upplýsingar, en sagði svo frú Hughes frá þessu.
Næsta morgun sagði hún mér, að hún hefði ekki getað
sofið alla nóttina, og meðan hún byltist andvaka í rúm-
inu, heyrði hún stöðugt nafnið „Bradbury". „Það er nafn-