Morgunn - 01.06.1941, Qupperneq 99
MORGUNN
91
ið, sem hefði átt að koma“, sagði hún. Þegar um dulheyrn
er að ræða, er slík misheyrn afsakanleg, einkum af því
að frúin var ekki vel hress.
Af því að ég vissi ekki, hvernig ég gæti komið boðum
til Jórvíkur snannsins, setti ég þetta í blað mitt og sagði:
Ef til vill vildi „dularfulli maðurinn" láta mig vita, hvort
þetta nafn er rétt“.
Símskeytið frá honum, sem að framan getur, er svarið.
K. D. þýddi.
Á víð og dreif.
Eftir ritstjórann.
Vartjöld ^ heiminum geisar nú sú vargöld, sem
lýstur alla hugsandi menn djúpum harmi
og hryggð. í þrem heimsálfum er barizt, en hinar tvær
senda fylkingar á vígvellina og ógrynni hergagna um loft
og haf. Fyrir tæpum tveim árum var mikið atvinnuleysv
í flestum löndum, en nú er nóg að gera. Þá var tómahljóð
í allflestum ríkissjóðum og menningar- og mannúðarmál
urðu að sitja á hakanum, vegna þess að fjármagnið skorti
til þess að leiða þau til framkvæmda, en nú virðist ekki
skortur á fjármagninu, nú virðist gullið vera nóg fyrir
hendi og að hergagnaframleiðslunni er unnið daga og
nætur, þar sem ein dugleg sprengja kostar allt að 250 þús.
króna. Eyðileggingin er vitanlega að sama skapi róttæk.
og hún bitnar ekki að eins á þjóðunum sem berjast, heldur
engu síður á smáþjóðunum, sem einskis annars óska en
að fá að vera í friði. Vér íslendingar höfum komizt að
raun um það. Vér höfum orðið að færa þungar fórnir, og
vér óttumst, að þungar búsifjar kunni að bíða vor enn.