Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 14
10
B Ú FRÆÐIN'GURINN
að fjölrita l)laðið og vinna að niestu við það sjálfir. Á
þann liátt liefir Búfræðingurinn nú komið út í 4 ár, en
siðari árin tvö annaðist ég útgúfuna einn, þar sem Þórir
Guðmundsson liafði J)á látið af kennslustörfum við Bænda-
skólann á Mvanneyri og óskaði þess eindregið, að láta af
liendi sinn liluta ritsins.
A öðru ári var ritið stækkað allmikið og frágangur ])ess
liefir batnað nieð ári liverju, en jafnliliða hefir kaup-
endum fjölgað, þannig að þcir eru nú 800—900.
Lesendur Búfræðingsins hafa lekið vel þeirri megin-
stefnu lians, að flytja fjrrst og fremst leiðheinandi greinar
fvrir hændur, greinar, sem þeir gætu tekið með sér iil í
mýrar og móa, lún og engi, súrheysgryfjur og lilöður og
notað þar. En auk þess liafa frétlir frá Hvanneyri verið
vinsælar fyrir eldri nemendur, sem hafa hug á þvi að
fylgjast með starfi skólans. Meðal lesenda sinna liefir Bú-
fræðingúrinn eignast marga og góða styrktarmenn, sem
liafa úthreilt hann, innheimt fyrir hann og senl honum
greinar og hvatningarorð. Þessum mönnum vil ég hér
flytja sérstakar þalckir fyrir samstarfið og vona, að það
megi haldast framvegis. En öllum lesendum sínum und-
anfarin 4 ár vill Búfræðingurinn þaklca velviljaðar mót-
tökur og skilvisi.
Nú hefsl nýr áfangi á leið Búfræðingsins. Ég óslca hon-
um góðrar ferðar. Hann er hetur úthúinn að ytra frágangi
og vonandi einnig að andlegum verðmætum en áður hefir
verið. Ég vona, að liann haldi ál'ram að dafna og styrkj-
asl með meiri reynslu eins og liver húfræðingur á að gera.
Ég vona, að hann á næstu 4 árum megi l'á til viðhótar i
kaupendahópinn aðra 800—900 húfræðinga og bændur,
sem í hvert sinn híði eftir honum með óþreyju og taki á
móti honum sem velkomnum gesli með vaxandi vori og
hækkandi sól.
Meðstjórnendur mínir í stjórn Hvanneyrings hafa mjög
eindregið farið þess á leit við mig, að ég tæki fyrst um
sinn að mér ritstjórn Búfræðingsins. Ég liefi ekki séð mér
fært að neita þessari beiðni, enda þótt mér sé það ljóst,