Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 29
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
25
skola liendur sínar á ný. Á þennan liátt er talið, að numi
þurfa um 2 lítra af klórvatni fyrir hverja kú.
í öðrn lagi eru nokkur útgjöld bundin við klórkalkið, og
skal nú athugað, liversu mikil þau muni vera á heimili
með ea. 10 kýr. Við mjaltir mundi þurfa minnst 20 litra,
samkv. framansögðu og til skolunar mjólkuríláta minnst
10 lítra, þ. e. alls minnst 30 litra eða vel i lagt 40 1. í það
magn þarf 400 cm3 af frumupplausn þeirri, er áður er
lýst og búin er til úr 1 kg af klórkalki í 15 1 af vatni. Sá
skammtur mundi endast i 35—40 daga.
1 Danmörku kostar hvert kg. af lelórkalki 45 aura og
mundi sennilega vera Iiægl að selja það hér litið dýrara,
ef það væri keypt í stórum stíl. Útgjöldin eru því hverf-
andi eða /(4—2 aurar á dag fyrir lwerjar 10 kýr.
Kæling mjólkur. — A sama tima og áðurnefndar tilraunir
voru gerðar, framkvæmdi tilraunamjólkurbú Dana rann-
sókn um kælingu mjólkur. Mjólkin hafði upphaflega 17(50
—2900 gerla pr. cm3 og var geymd við fernskonar hita-
slig eða 20—22, ea. 15, ca. 10 og 3—5 stig C. í 20 klst. A
þcim tíma hafði gerlatalan aukizt sem liér segir:
Mjólkin geymd við 20—22°, geríatalan eftir 20 klst. .. 20 741 400
— ca. 15- — — —r — .. 2 072 000
— —--------------------- 10- — — — — .. 278 000
— 3— 5-, — — — — .. 82 500
Þessi rannsókn sýnir það greinilega, að kæling mjólkur-
innar cr ekki góð fyrr en liitastig liennar kemst ofan fyrir
10° og helzt ofan i 5°, og Jtetla þarf að verða svo fljótt sem
unnt er eftir mjaltirnar.
Eg hefi nú bent lauslega á þrjá veigamilda þætti mjólk-
urframleiðslu, og þeir eiga að sýna bændum lciðina að því
sjálfsagða marki, að liver einasti hóndi framleiði fyrsta
flokks mjólk, hvort sem e.r fyrir sjálfan hann eða til sölu.
Þessir þrír þættir eru:
Þrifnaður við mjaliir (nota upplausn af klórkalki).
Vel hreinsuð mjólkurílál (nota upplausn af klórkalki).
Fljól kæling mjólkurinnar niður í ca. 5—8 stig.