Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 52
48
BÚFRÆÐINGURINN
Grísirnir. Þegar gyltan ætlar að fara að gjóta, þarf að
láta liana eina í liólf, sem er lireint og þurrt og ])að stórt,
að hún geti lagst þægilega. Oft þarf að klippa naflastreng,
hreinsa slím úr munni grísanna. Hildir á að taka strax og
þær koma. Ef kalt er eða gyltan óróleg, er réttast að safna
grísunum í kassa með heyi í og hreiða poka yfir. Láta þá
síðan að spenunum, ])egar þeir svengjast.
Komi fyrir, að tvær gyltur gjóti í einu og önnur eignist
marga, en hin fáa grísi, þá má færa grísi á milli. Venju-
lega má snuða fóstruna með því að liella steinolíu eða
einhverjum öðrum vökva, sem hefir sterka lykt, á liennar
eigin grísi og þá sem venja á undir.
Ávalll þarf að klípa skörpustu tennurnar úr grísunum,
svo að þeir særi eldci móðurina eða hvern annan. Tenn-
urnar eru klipptar með þar til gerðri töng.
Sunnun gyltum liætlir við að leggjast ofan á grísina og
drepa þá. Ilelzt eru það eldri, geðstirðar gyltur, sem taka
þarf vara á í þessu tilliti. Réttast er að taka grísina frá
þessum gyltum á milli þess, sem þeir sjúga, og hafa þá i
kassa, þangað til þeir eru 7—14 daga gamlir. í hólfi því,
sem gyltan er í, má setja battinga með hliðunum 25 cm
frá gólfi. Bönd ])essi varna gyltunni að kremja grísina
upp við vegginn. Sumir láta gylturnar vera í rimlakassa,
meðan grísirnir eru Jillir og i hættu. Ef aðslaða er fyrir
hendi, þá er gott að láta grísina út á daginn; við það verða
þeir hraustari og þrífast hetur.
Til lengdar geta grísirnir ekki þrifist á móðurmjólk-
inni einni. Þarf því stundum að gel'a þeim viðbótarfóður,
mélmat og mjólk, tveggja til ])riggja vikna gömlum, sér-
staklega ef þeir eru margir. Það má þó ekki eingöngu
fara eftir fjölda grísanna í þessu lilliti. Mæðurnar mjólka
lika misjafnlega. Til að hyrja með er þetta viðbótarfóður
mjög litið, 0,004 fe á dag handa þriggja vikna grís. En
það vex mjög fljótt og er orðið alll að þvi 0,4 fe á dag,
þegar grísinn er 8 v. Það eru skiptar skoðanir um, hvaða
kjarnfóður sé liepi)ilegast i þessu tillili, en rétt mun vera að
nota fleiri teg. af kjarnfóðri og varast skemmt fóður.