Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 60
56
BÚFRÆÐINGUIUNN
sem ég hefi þegar nefnt, um kaup og fæði jarðyrkjumanns,
má telja víst, að fóður (þar með talin kjarnfóðurgjöf),
liúsaleiga, liagi og járning hesta, sem nota á allt að 100
daga á sumri, verði óvíða fáanleg fyrir einar 70 lcrónur.
Margur mundi telja, að þessi kostnaður vrði nær tvöfaldur,
og hestinum þó ekki of vel gert til.
Höf. getur þess að vísu, að hann áætli að nokkru öðru-
vísi en cg, og felst í þvi nokkur viðurkenning á, að tölur
lians byggist ekki á veruleika.
Um afköstin verð ég fáorður; tel að plægja megi og
valta ha á þeim tíma, sem höf. gerir ráð fyrir, af góðu
landi. En herfingin tekur slyttri tíma en ég á að venjast
eða aðrir hafa látið uppi, en stóra herfið og mörgu hesl-
arnir orka miklu, og vonandi staðfestir síðari reynsla, að
komið verði við slikri fljótvirkni, en ekki má það verða
á koslnað vinnslugæðanna.
I lok greinar sinnar gerir Sigurður Loftsson nokkurn
samanburð á vinnulaunum og aðkeyplu, við hvora vinnslu-
aðferðina, með vél og hestum, og þó að hann fari þar eigi
nákvæmlega með tölur, þá er öllum Ijóst, að meiri erlend-
an gjaldeyri þarf fyrir innflutta vélaorku en innlenda
hestaorku.
Notkun dráttarvélanna hófst hér á landi, án þess að
gerðar væru samanburðartilraunir við jarðvinnslu með
hestum. Og enn er full þörf á að gerðar væru tilraunir, er
skera úr um vinnslugæði og kostnað við umræddar jarð-
yrkjuaðferðir.
Vélarnar náðu mjög skjótri úlhreiðslu og liafa þegar
orkað miklu og markað ákveðin spor lil stórstígari jarð-
yrkju en áður hafði verið hér á landi.
Það er mála sannast, að nauðsynlegt er að búa að sínu,
það er þvi heimafengna eða innlenda, en svo bezt verður
það gert, að stuðlað sé að vandaðri, varanlegri ræktun og
hagnýting fullkominna verkfæra, véla og hesta, jöfnum
höndum við öflun mikilla, hollra og' góðra verðmæta úr
skauti jarðar á sem ódýrastan hátt.
Guöm. Benedilctsson, Breiðabóli.