Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 75
B C F IIÆÐINGUIII N N
71
suðvestri, þó má hallinn ekki vera meiri en svo, að hann
tei'ji ekki fyrir vinnslunni, ef annars er kostur.
Plæging. Haustplæging verður aJð vera regla þeirra
manna, sem kornrækt vilja stunda, a. m. k. hér norðan-
lands. Strengirnir þurfa að livolfast svo vel við, að þeir
velti ekki til baka, þegar farið er að lierfa. Við plægingu
á óbrotnu, þýfðu landi, þarf 1—2 hjálparmenn með plæg-
ingamanninum lil að „velta úr“. Þelta er reyndar ekki al-
gengur siður og' reynslan því eðlilega orðið sú, að herfingin
hefir gengið illa með hestaverkfærum og vinnsla landsins
orðið dýrari og verri en ella liefði orðið. Menn liafa jafn-
vel misst trúna á liesla og hestaverkfæri og leilað á náðir
dráttarvélanna.
Herfing. Strax og snjóa leysir og jörð fer að þiðna, þarf
að herfa, og bókstaflega sagt, láta herfið fylgja klakan-
um. Diskaherfi eru góð og valslierfi er gott að nota siðast,
til þess að mýkja og smámylja moldina.
Áburð ur. Korntegundirnar þurfa auðleyst næringarefni,
einkum byggið. Tilbúni áburðurinn er þvi nauðsynlegur
fvrir þær. Hafrarnir gela aftur á móti notfært sér betur
húsdýraáburðinn. Kornræktin þarf sízt meiri áburð en
grasræktin eða nálægt 400 kg superfosfat á mýrlendi, en
.400 kg á mólendi, 200 kg kali á mýrarjörð, en 150 kg á
móajörð. Af saltpétri þarf að bera 250—300 kg miðað við
þýzkan saltpétur, allar tölurnar pr. ha. Steinefnaáburður-
inn er borinn á áður cn sáð er og hann herfaður niður, en
köfnunarefnisaburðurinn er borinn á 10—15 dögum eftir
sáningu. Nitroplioskaáburður er óhentugur áburður, nema
mcð honum sé notað superfosfat og kalí. Húsdýraáhurð-
urinn hefir mjög bætandi álirif á jarðveginn, bæði sem
næringarefni, og svo eykur hann gerlalíf hans. Þeir vinna
aftur að sundurleysingu næringarefnanna og gera þau not-
liæf fyrir jurtirnar. Of djúp plæging dregur úr gerlalífi
jarðvegsins í bráð og eykur áburðarþörfina.
Sáning. Þegar dreifingu fyrri áburðarskanmitsins og
herfingu er lokið, Ijyrjar sáningin: Sáðvélar eru notaðar á
stórum ökrum, en handsáning getur verið nokkurnveginn