Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 86
82
BÚFRÆÐINGURINN
staðan í viðurværi landsmanna. Nokkurt óbeint samstarf
er á milli atvinnuvega oklcar, þannig að fólk, sem „lifir“
á sjávarúlvegi, og nú á siðustu árum við verzlun og iðnað,
kaupir framleiðsluvörur bændanna og neytir þeirra. Yissir
jjættir sveilabúskaparins íslenzka, svo sem mjólkurfram-
leiðslan, byggist nú nær eingöngu á innanlandsmarkaði í
bæjum og sjávarþorpum. Bændurnir hafa alltaf keypt
nokkurn fisk til manneldis og nú á síðustu árum allmikinn
fóðurbæti, svo sem lýsi, sild, síldarmjöl o. fl., af sjómönn-
unum.
Það er oft sagt, að ])ær kröfur, sem fóllc gerir til lífsj)æg-
inda og viðurværis, fari vaxandi. Þetta mun að miklu leyti
vera rétt. Það er ])ó langt síðan menn gerðu greinamun á
góðum og slæmum mat. Sá, sem kaupir misjafnar vörur,
vill alveg' eðlilega ekki greiða jafn mikið fyrir lélegu og
skemmdu vöruna eins og þá góðu. Þetta meðal annars
befir orðið til þess að skapa mat og flokkun og mismun-
andi verð á þær vörur, sem ganga kaupum og sölum. Fyrst
heí'ir það skapast af handahófi kaupenda og seljenda, en
er síðar sett í fastari skorður ai' fyrirtækjum, félögum og
löggjöfum. Kröfurnar um vörugœði fara almennt vaxandi.
I nágrannalöndum vorum er vöruvöndun og mat á flest-
um vörutegundum meiri og strangari en hér á landi. í því
sambandi vil ég nefna fá dæmi frá Danmörku.
Þegar Danir, eí'tir 1880, fóru að flytja mikið iit al' svina-
kjöti (Bacon), aðallega til Englands, settu þeir strax all-
slrangt mat og eftirlit með öllu þvi kjöti, sem flutt var úr
landi. Matið á fleskinu er nú mjög nákvæml og því er
stranglega fylgt eftir. Hér yxði of langt mál að fara út í
nákvæma lýsingu á ])ví. Matið fer aðallcga fram i slátur-
húsunum. Fyrst og fremst er tekið lillil lil þeirra krafa,
sem ensku neytendurnir gera til flesksins. Danir hafa lil
Iiins ýtrasta reynt að fylgja þeirri gullvægu reglu að flvlja
aðeins fyrsta flokks fleslc úr landi. Þau svín, sem ekki
stóðust þetta mat, fengu bændurnir annaðhvort send heim
til sín aftur frá sláturhúsunum eða þeir fengu mjög lítið
verð fyrir þau. Bændunum skildist því fljótt, hversu á-