Saga - 1964, Side 18
10
BJÖHN ÞORSTEINSSON
stuðlað að hruni ríkisins (bls. 2—3). Síðar dró hann
þessar kenningar að nokkru í land í verkum sínum (Den
norske sjöfarts historie (1923) og Norge og de Britiske
Öer i middelalderen H. T. 5. R. 2), en það virðist hafa
farið fram hjá íslenzkum sagnfræðingum og sömuleiðis
sú gagnrýni, sem kenningar hans hafa sætt sérstaklega
á síðustu áratugum.1) Arnold Ræstad er þegar ljóst árið
1912, að Bugge hafi ofmetið gildi Englandsverzlunar
Norðmanna á miðöldum og utanríkisverzlunarinnar í
heild fyrir þjóðarbúskapinn, áður en Hansamenn hófu
siglingar sínar til Noregs, og nú eru norskir sagnfræð-
ingar á sama máli um það efni2) í Konungsskuggsjá,
norsku riti frá miðri 13. öld, segir, að þeir menn, sem
vilji leggja fé í verzlunarrekstur, skuli leggja einn þriðja
„í félag með þeim mönnum, er jafnan sitja í góðum kaup-
stöðum og sé þeir tryggir og kunni vel við kaup. En tveim
hlutum skipt þú í ýmislega staði og kaupferðir. Þá er
sízt von, að allt verði senn fyrir tjónum, ef í mörgum
stöðum er fé þitt senn, og þá helzt von, að í nokkrum
stöðum haldist, þó að fjárháskar kunni oft að að ber-
ast“.3) Þessi heilræði sýna glöggt, hve menn töldu kaup-
siglingu áhættusaman atvinnuveg. Á hafinu gátu menn
ekki einungis hreppt storma og hafvillur, heldur lágu þar
einnig sjóræningjar fyrir kaupförum langt fram á 17.
öld og jafnvel lengur. Úr því að erlendir kaupmenn voru
fúsir að bjóða hættunum byrgin og sækja aðalútflutnings-
vöru norska ríkisins til Björgvinjar, þá máttu Norðmenn
vel við una. Af lagagreinum má ráða, að stjórnin hefur
alls ekki viljað efla úr hófi utanríkisverzlun þegna sinna.
Á miðöldum var framleiðsla manna svo lítil og hungur
og fátækt svo áþreifanlegar staðreyndir, að „frjáls" út-
flutningur og verzlun voru óþekkt hugtök utan borgríkja,
1) Sjá m. a. Grethe Anthén Blom: Norge; — Hansestæderne og
Norden. Det Nordiske Historikermode i Árhus 1957.
2) Ræstad: K. S. 49—50.
3) Konungsskuggsjá, útg. M. M. L., 12.