Saga


Saga - 1964, Page 18

Saga - 1964, Page 18
10 BJÖHN ÞORSTEINSSON stuðlað að hruni ríkisins (bls. 2—3). Síðar dró hann þessar kenningar að nokkru í land í verkum sínum (Den norske sjöfarts historie (1923) og Norge og de Britiske Öer i middelalderen H. T. 5. R. 2), en það virðist hafa farið fram hjá íslenzkum sagnfræðingum og sömuleiðis sú gagnrýni, sem kenningar hans hafa sætt sérstaklega á síðustu áratugum.1) Arnold Ræstad er þegar ljóst árið 1912, að Bugge hafi ofmetið gildi Englandsverzlunar Norðmanna á miðöldum og utanríkisverzlunarinnar í heild fyrir þjóðarbúskapinn, áður en Hansamenn hófu siglingar sínar til Noregs, og nú eru norskir sagnfræð- ingar á sama máli um það efni2) í Konungsskuggsjá, norsku riti frá miðri 13. öld, segir, að þeir menn, sem vilji leggja fé í verzlunarrekstur, skuli leggja einn þriðja „í félag með þeim mönnum, er jafnan sitja í góðum kaup- stöðum og sé þeir tryggir og kunni vel við kaup. En tveim hlutum skipt þú í ýmislega staði og kaupferðir. Þá er sízt von, að allt verði senn fyrir tjónum, ef í mörgum stöðum er fé þitt senn, og þá helzt von, að í nokkrum stöðum haldist, þó að fjárháskar kunni oft að að ber- ast“.3) Þessi heilræði sýna glöggt, hve menn töldu kaup- siglingu áhættusaman atvinnuveg. Á hafinu gátu menn ekki einungis hreppt storma og hafvillur, heldur lágu þar einnig sjóræningjar fyrir kaupförum langt fram á 17. öld og jafnvel lengur. Úr því að erlendir kaupmenn voru fúsir að bjóða hættunum byrgin og sækja aðalútflutnings- vöru norska ríkisins til Björgvinjar, þá máttu Norðmenn vel við una. Af lagagreinum má ráða, að stjórnin hefur alls ekki viljað efla úr hófi utanríkisverzlun þegna sinna. Á miðöldum var framleiðsla manna svo lítil og hungur og fátækt svo áþreifanlegar staðreyndir, að „frjáls" út- flutningur og verzlun voru óþekkt hugtök utan borgríkja, 1) Sjá m. a. Grethe Anthén Blom: Norge; — Hansestæderne og Norden. Det Nordiske Historikermode i Árhus 1957. 2) Ræstad: K. S. 49—50. 3) Konungsskuggsjá, útg. M. M. L., 12.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.