Saga - 1964, Síða 33
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
25
íslendingum var því fullkunnugt, hve Noregskonungar
höfðu mikil afskipti af verzlunarmálum, og höfðu af eigin
raun kynnzt farbönnum þeirra og fyrirgreiðslum. Það er
aðalatriðið, en um hitt verður ekkert fullyrt, hve óttinn
við farbann hefur verið ríkur á alþingi 1262. fslendingum
hefur þó verið ljóst, að konungar gátu ekki lagt farbann á
þegna sína stöðu sinnar vegna. Farbanni var beitt í ófriði
milli ríkja, en varla í samskiptum þjóðhöfðingja og þegna.
Ef uppreist varð í löndum konungs, gat hann lagt farbann
á yfirráðasvæði uppreistarmanna til þess að brjóta þá til
hlýðni; þar átti hann í höggi við fjandmenn en ekki þegna.
Björn M. Ólsen heldur því fram, að Magnús lagabætir
hafi talið sér heimilt samkvæmt Gamla sáttmála „að leggja
einokunarhöft á ísland“. Samkvæmt samningnum hafði
hann óskoruð völd yfir siglingu 6 skipa, en þau skulu
ganga árlega milli Noregs og íslands. Svo virðist sem ís-
lendingar hafi ekki kært sig um meiri kaupsiglingu, og
konungur hafi því getað bannað fleiri skipum ferðir milli
Noregs og íslands eins og sakir stóðu. Hins vegar áskilja
Islendingar sér rétt til samninga við konung um kaup-
siglinguna, eftir því sem beztu bændum landsins þætti
hentast. Samkvæmt upphaflegri gerð Gamla sáttmála gátu
íslendingar krafizt endurskoðunar á siglingaákvæði hans,
hvenær sem þeir vildu, en yfirstjórn á kaupsiglingu skip-
anna sex var í höndum konungs, meðan ákvæðið stóð
óbreytt. Þegar útflutningsverzlun fslendinga breyttist og
það þurfti ekki um skeið að skylda kaupmenn til íslands-
ferða, þá gat konungur ekki lagt hömlur á kaupferðir milli
Noregs og íslands samkvæmt Gamla sáttmála, heldur varð
hann að breyta verzlunarlöggjöf ríkisins. Þeirri löggjöf
urðu íslendingar að hlíta engu síður en Norðmenn. Með
Gamla sáttmála afhenda þeir konungi æðstu völd yfir
kaupsiglingu til landsins gegn því, að hann tryggi þeim
lágmarks aðflutninga. íslendingum var miklu hagkvæm-
ara, að erlendir kaupmenn kæmu hingað til verzlunar en
að sigla sjálfir út í tvísýnu með varning sinn. Hitt var