Saga - 1964, Page 36
28
BJÖRN ÞORSTEINSSON
hefur konungur sennilega aldrei skrifað undir þann skiln-
ing.1) í réttindaskjali því, sem Magnús lagabætir veitti
þýzkum kaupmönnum árið 1278, áskilur hann sér heim-
ild til þess að banna flutninga á vörum og varningi
af stað eður á, og sama gjörir Eiríkur konungur í Kalmar-
samþykktinni 1285 („prohibitio generalis super rebus
de loco ad locum deportandis vel non deducendis“).2)
Gamli sáttmáli kveður aðeins á um tölu skipa fyrir 1306,
en þar segir ekkert um skipastærð eða hvers konar vörur
skipin flytja. Það hefur sennilega ekki getað talizt samn-
ingsrof af konungshálfu, þótt hann bannaði eða takmark-
aði flutning á einhverri vöru til íslands, t. d. á korni, en
þess finnast engin dæmi. Hins vegar benda heimildir ein-
dregið til þess, að hingað hafi flutzt mjög lítið af mat-
vælum fyrir 1320. Innflutningur til landsins hefur að
mestu verið fólginn í lúxusvörum, alls konar klæðum og
eflaust drykkjarföngum. Það voru að nokkru leyti nauð-
synjar, því að háklerkar þurftu dýr klæði í skrúða sinn og
messuvín, en auk þess bæði vax og hveiti. Skipin hafa
flutt talsvert af járnvörum, vopn og verjur, en fslending-
ar framleiddu allmikið af járni sjálfir. Tjara var þeim
mjög nauðsynleg til bátasmíði, og eitthvað hefur flutzt af
timbri, þótt íslendingar hafi bjargazt að mestu við reka.
Erkibiskup hafði konungsleyfi til kornflutninga til ís-
lands, eins og síðar getur, og fyrir 1262 er getið mjöl-
flutninga frá Orkneyjum, en mjöl, malt og hunang hefur
einnig talizt lúxusvarningur. fslenzkir höfðingjar hafa
sótt fast, að farmenn stunduðu reglubundnar siglingar til
landsins, ekki einungis af því, að þeir kæmust alls ekki af
án þess varnings, sem skipin fluttu þeim, heldur engu
1) Englandskonungar leyfðu ýmist eða bönnuðu útflutning á korni;
bannaður 1361, bannið afnumið 1394; 1437 var kornútflutningur leyfð-
ur, þegar verð þess var undir vissu hámarki, dýrtíð var ekki ríkjandi
eða kornskortur. Sjá Lipson: Economic History of England II, London
1947, 449; — Ræstad: K. S. 53.
2) Cod. diplom. Lubic. I, 443; — K. Maurer: Kaflar úr verzlunar-
sögu, Ný félr. 1862, 113; DN. V, 12, 5. gr.