Saga - 1964, Blaðsíða 46
38
BJÖRN ÞORSTEINSSON
heimildum sést, að sérstakar kvaðir hafa þá hvílt á sex
Islandsförum langar stundir. Þá taldi konungsvaldið sér
m. a. fjórðungsrými í sex íslandsförum, en sá réttur hans
mun eiga rætur að rekja til þess, að kaupmenn hafa
orðið að flytja konungsskattana endurgjaldslaust af ís-
landi eftir 1262. Umboðsstjórn konungs efldist brátt,
eftir að Gamli sáttmáli var gerður, einkum er breytingar
urðu á stjórnskipaninni 1271. Við þau umskipti varð kon-
ungsvaldið ekki jafnháð farmönnum við skattheimtuna,
og ákvæðið um, að hreppstjórar flytji skattinn til skips,
fellur úr sögunni, þegar sáttmálinn milli Islendinga og
konungs er endurnýjaður.
Afskipti lconungs af íslandsverzluninni.
I Höyers annál segir m. a. við árið 1273:
„Magnús konungur játaði Islendingum að eiga í haf-
skipum“.
Um 1262 hafa Islendingar sennilega verið hafskipa-
lausir, ekki einu sinni átt hlut í skipi. Hefðu þeir þá átt
skip í förum eða rekið verzlun í félagi við Norðmenn, er
vafasamt, að konungur hefði getað svipt þá eignum sín-
um og verzlunarréttindum svo árekstralaust, að þess væri
hvergi getið í heimildum. Annálsgreinina frá 1273 ber
eflaust að skilja á þann hátt, að konungur hafi veitt Is-
lendingum heimild til þess að eiga hlut í skylduskipunum
tólf. Auk þess sýnir hún, að íslendingar hafa viðurkennt
drottinvald konungs yfir siglingunum til landsins, ef hann
ábyrgðist þeim aðflutninga. Önnur heimild gefur til kynna,
að um þessar mundir hafi konungur reynt að tryggja sér
og gæðingum sínum Islandssiglingarnar.
I réttindabréfi, sem Magnús konungur Erlingsson veitir
erkistólnum í Þrándheimi 1174 og páfabréfi frá 1194, seg-
ir, að dómkirkjan þar megi árlega flytja 30 lestir af mjöli
til íslands, einkum þegar árferði í Noregi leyfir það, og
kaupa þar fyrir klæði handa klerkum. Einnig leyfist erki-