Saga - 1964, Side 47
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
39
biskupi að draga sér landaura af Islandsfari.1) Þessi rétt-
indi erkistólsins eru staðfest í samningi konungs og erki-
biskups 12732) og í sættargerðinni í Túnsbergi 12773. Tal-
ið er líklegt, að erkistóllinn hafi upphaflega hlotið þessi
réttindi um 1164,4) en hann er auðsæilega allfastheldinn
á þau og telur þau mikils virði. Hugsanlegt er, að land-
auragjaldið, sem á að renna til dómkirkjunnar í Þránd-
heimi, sé miðað við það, að erkistóllinn hafi skip í förum
til íslands tollfrjálst. Landaurarnir voru afnumdir með
Gamla sáttmála, en engu að síður er ákvæðið um þá end-
urtekið 1 hinum endurnýjuðu réttindabréfum stólsins á 8.
tug 13. aldar. Þá var hér orðið um merkingarlítið atriði
að ræða, en endurtekning þess verður eðlilegri, ef erki-
biskup hefur löngum haft skip í förum til íslands sam-
kvæmt skriflegum samningi konungs og erkistólsins. Þess
er getið 1329, að lestreki eða umboðssali erkibiskups sé
stýrimaður á skipi, sem þá kemur að Gásum við Eyja-
fjörð. „Gekk skipið af Þrándheimi". Af bréfi Jóns rauða
erkibiskups til Staða-Árna 1279 sést, að kirkjan (þ. e.
erkistóllinn) hefur öðlazt það frelsi, áður en land kom
undir konungdóminn, að kaupa frjálslega brennistein og
fálka. Þessi heimild gefur til kynna, að talsvert hafi kveð-
ið að verzlun erkibiskups hér ytra, og nokkrum sinnum
er getið um siglingar milli Þrándheims og íslands. Sú
sigling hefur eflaust að einhverju eða öllu leyti verið á
vegum erkistólsins, úr því að líða tekur á síðari helming
12. aldar. Endurnýjanir og ítrekanir fornra verzlunar-
fríðinda erkistólsins sýna, að erkibiskup hefur talið um
mjög mikilvæg réttindi að ræða. Við árið 1295 segir, að
mörg Islandsför hafi lent í Þrándheimi, og Þrændafara
er getið hér við land í annálum 1325 og 1338.
Erkibiskupi voru nauðsynleg greið samskipti við ís-
1) D. I. I, 228, 293.
2) DI. II. 104.
3) DI. II. 149, 151; Ngl. II. 459, 565 og 472.
4) J. Jóh.: Isl. s. I. 390; Ngl. I. 443.