Saga - 1964, Page 69
LANDAFUNDURINN ÁRIÐ 1285
61
Þegar síra Aðalbrandur kom til Islands árið 1277 með
bréf konungs, ferðaðist hann frá Eyrarbakka og norður
um land til Möðruvalla í Eyjafirði, þar sem helztu höfð-
mgjar landsins sátu að brúðkaupsveizlu. Meðal gesta voru
þeir Hrafn Oddsson, Jón lögmaður, Jörundur biskup, Árni
biskup, Runólfur ábóti af Viðey og Eyjólfur ábóti frá
Þverá. „Til þessarar veizlu kom þá sunnan af Eyrum
síra Aðalbrandur prestur með boðskap herra Magnúss
konungs, þann sem fyrr var sagt, og litu þeir formennirnir
á hann allir samt. Var það þá talað í glensi, að Þang-
brandur væri kominn annað sinn að lcristna ísland.“ Svo
segir í Árna sögu, og gefur samlíkingin við Þangbrand
nokkurt hugboð um álit manna á Aðalbrandi. Um vetur-
mn eftir dvaldist Aðalbrandur með Árna biskupi í Skál-
holti og er þar vel metinn. Eftir þetta er lítt vitað um
ævi Aðalbrands. Þó má sjá, að Árna biskupi hefur ekki
ávallt fallið jafnvel við Aðalbrand, því að Aðalbrandur
befur sóað fé kirkjunnar, meðan hann var prestur á
Breiðabólstað, eins og brátt verður rakið. Má líklegt telja,
að hann hafi gegnt prestsstörfum þar eftir heimkomuna
arið 1277, og sennilega hefur hann átt heima þar, er hann
siglir skipi sínu til óbyggða á Grænlandi árið 1285. Aðal-
brandur lézt árið 1286.
6. Síra Þorvaldur Helgason, bróðir Aðalbrands, bjó á
Holti í Önundarfirði og kemur nokkuð við Árna sögu, þar
sem prestssetur hans var ein þeirra jarða, sem staðamál
v°vu um. Árið 1284 tóku leikmenn undir forystu Hrafns
Oddssonar ýmsa staði á móti vilja biskupa, og einn þess-
ara staða var einmitt Holt í Önundarfirði.Á þingi þetta
ar krefst biskup leiðréttingar á þessu athæfi og berst einn-
gegn ýmiss konar skattgjöldum til konungs. Meðal þess,
Sem biskup telur upp, voru tollar Holtskirkju í Önund-
ui’firði, sem höfðu ranglega verið teknir undan kirkjunni.
Áuðsætt er, að Holtskirkja hefur verið mjög tekjumikið