Saga


Saga - 1964, Page 89

Saga - 1964, Page 89
UPPHAF EINVELDIS A ÍSLANDI 81 Gera má ráð fyrir, að leiðtogar Islendinga árið 1662 hafi í stórum dráttum skipzt í tvo eða þrjá flokka: I fyrsta lagi þá, sem svipuð viðhorf höfðu og þeir Árni og Brynj- ólfur. — í öðru lagi þá, sem voru menn hins nýja tíma, aðdáendur sterkara ríkisvalds og meiri dýrðar krúnunn- ar. En ekki er að svo stöddu hægt að benda á neinn, sem ugglaust hefur fyllt þann flokk 1662, þó að þeir kæmu fljótlega fram á sjónarsviðið á eftir. — Loks verður í þriðja lagi að gera ráð fyrir, að sá flokkur hafi verið fjöl- mennastur, sem orðalaust gerði það, sem mönnum var sagt að gera og ætlazt var til af þeim. Hafa þeir menn samsvarað þeim, sem nú á dögum eru látnir sækja þing stjórnmálaflokka fyrir kosningar, hrópa húrra fyrir flokksforingjunum og greiða síðan einróma atkvæði með stefnuyfirlýsingu. Eins og kunnugt er, liðu tveir áratugir, áður en hér var loks innleitt nýtt stjórnarfyrirkomulag, sem flaut af at- burðunum frá 1660—62. Höfum við trúað, að Henrik Bjelke, höfuðsmaður á Islandi og einn þeirra dönsku aðals- manna, sem dyggilegast studdu Friðrik 3. í Kaupmanna- höfn 1660—61, hafi heitið oddvitum íslendinga því, að engin breyting yrði gerð á stjórn landsins um sína daga þrátt fyrir Kópavogssamþykktina. Er ástæðulaust að i'engja þá skoðun, þó að fullgildar sannanir skorti, svo sterkar eru líkurnar, sem hana styðja. Þegar Bjelke féll frá, 1683, var ný kynslóð komin til sögunnar á íslandi, albúin þess að hverfa að nýjum hátt- um, og um það bil sem sautjánda öldin var öll, voru ís- lendingar búnir að gleyma því, að þeir kynnu að hafa lát- ið hlunnfara sig í Kópavogi sumarið 1662. Um skoðanir átjándu aldar manna á þessum atburðum er óhætt að vera fáorður. Þeir lifðu og hrærðust í stjórn- arfari einveldisins og þeim hugsunarhætti, sem því fylgdi, háir og lágir, fávísir sem menntaðir. Hinir sviplitlu Dana- konungar á átjándu öld voru engir óþokkar, mistök þeirra 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.