Saga - 1964, Qupperneq 89
UPPHAF EINVELDIS A ÍSLANDI
81
Gera má ráð fyrir, að leiðtogar Islendinga árið 1662
hafi í stórum dráttum skipzt í tvo eða þrjá flokka: I fyrsta
lagi þá, sem svipuð viðhorf höfðu og þeir Árni og Brynj-
ólfur. — í öðru lagi þá, sem voru menn hins nýja tíma,
aðdáendur sterkara ríkisvalds og meiri dýrðar krúnunn-
ar. En ekki er að svo stöddu hægt að benda á neinn, sem
ugglaust hefur fyllt þann flokk 1662, þó að þeir kæmu
fljótlega fram á sjónarsviðið á eftir. — Loks verður í
þriðja lagi að gera ráð fyrir, að sá flokkur hafi verið fjöl-
mennastur, sem orðalaust gerði það, sem mönnum var
sagt að gera og ætlazt var til af þeim. Hafa þeir menn
samsvarað þeim, sem nú á dögum eru látnir sækja þing
stjórnmálaflokka fyrir kosningar, hrópa húrra fyrir
flokksforingjunum og greiða síðan einróma atkvæði með
stefnuyfirlýsingu.
Eins og kunnugt er, liðu tveir áratugir, áður en hér var
loks innleitt nýtt stjórnarfyrirkomulag, sem flaut af at-
burðunum frá 1660—62. Höfum við trúað, að Henrik
Bjelke, höfuðsmaður á Islandi og einn þeirra dönsku aðals-
manna, sem dyggilegast studdu Friðrik 3. í Kaupmanna-
höfn 1660—61, hafi heitið oddvitum íslendinga því, að
engin breyting yrði gerð á stjórn landsins um sína daga
þrátt fyrir Kópavogssamþykktina. Er ástæðulaust að
i'engja þá skoðun, þó að fullgildar sannanir skorti, svo
sterkar eru líkurnar, sem hana styðja.
Þegar Bjelke féll frá, 1683, var ný kynslóð komin til
sögunnar á íslandi, albúin þess að hverfa að nýjum hátt-
um, og um það bil sem sautjánda öldin var öll, voru ís-
lendingar búnir að gleyma því, að þeir kynnu að hafa lát-
ið hlunnfara sig í Kópavogi sumarið 1662.
Um skoðanir átjándu aldar manna á þessum atburðum
er óhætt að vera fáorður. Þeir lifðu og hrærðust í stjórn-
arfari einveldisins og þeim hugsunarhætti, sem því fylgdi,
háir og lágir, fávísir sem menntaðir. Hinir sviplitlu Dana-
konungar á átjándu öld voru engir óþokkar, mistök þeirra
6